Markaðurinn
Tælensk súpa og ciabattabrauð á vikutilboði hjá Ásbirni
Vörur vikunnar að þessu sinni eru 100% Thai grænmetissúpa og dökk ciabatta smábrauð.
Thai-súpan frá Knorr er bragðmikil og ljúffeng thailensk grænmetissúpa sem er byggð á tómatgrunni og full af grænmeti, kryddjurtum og kókos. Súpuna þarf aðeins að hita upp og þá er hún tilbúin til framreiðslu. Thai-súpan er án allra dýraafurða og hentar því einnig fyrir þá sem eru vegan og grænmetisætur. Í hverjum kassa eru 4×2,4 lítrar af súpu og í þessari viku kostar kassinn aðeins 6.354 kr. eða 662 krónur pr. líter.
Ciabatta smábrauðin frá Mantinga eru 35 gr hvert. Þau eru með stökka skorpu en lungamjúk innan í og henta sérlega vel með súpum, pottréttum eða því sem hugurinn girnist. Ciabatta brauðin koma 100 saman í kassa og fæst kassinn nú á einungis 1.950 krónur sem gera 19,5 krónur á hvert brauð.
Endilega hafið samband við söludeild í síma 414-1150, ykkar sölumann eða á [email protected] fyrir frekari upplýsingar. Einnig minnum við á vefverslunina, www.asbjorn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana