Uncategorized
Syrah-shiraz keppni í janúar 2010
Næsti fræðslufundurinn okkar verður um málefni sem mikið er spurt og rætt um þessa stundina: vín úr lífræn ræktuðum þrúgum (eða lífræn vín til að stytta okkur leið). Við fáum fyrirlesara frá Frakklandi, sem hefur gefið út bók um þetta efni og kemur hingað í boði Alliance Francaise. Við viljum hvetja ykkur eindregið til að mæta og fræðast hjá henni, því hún er einnig víngarðseigandi og talar af eigin reynslu.
Hún heitir Valérie de Lescure og vínin sem við komum til með að smakka eru vín sem við höfum aðgangs að hér heima (Pujol, Chapoutier, Parés Baltâ, Montalto og fleiri).
Hér er smá kynning á Valérie:
Fjölskylda Valérie de Lescure eru vínbændur, en sjálf er hún blaðamaður og skrifar um vín, hún hefur t.d. skrifað í hið virta tímarit „Revue du vin de France“. Þar að auki var henni boðið í Ecole de cuisine Ritz Escoffier til að kenna vínsmökkun í París. Valérie de Lescure vinnur ennþá við blaðamennsku en þar fyrir utan tekur hún þátt í að skrifa ýmis rit um vín, þar á meðal Le Petit Larousse des vins (2002 og 2005), Le Guide Solar des vins bio (útgáfur 2006 og 2007), nýjasta bókin er „Dis moi qui tu es …je te dirai quel vin boire“, sem hún skrifaði með Lindu Grabe, vínmeistara, sem kom út í september 2007 hjá bókaútgáfunni Solar.
Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu kl. 16:00 sunnudag 29. Nóvember og eru allir vellkomnir sem áhuga hafa á vínum.
Aðgangur er ókeypis en það þarf að skrá sig: [email protected], [email protected], [email protected]
Syrah-Shiraz keppni í janúar 2010
Vínþjónakeppni um Syrah-shiraz þrúgu verður haldin í janúar 2010, skriflegt próf og blindsmökkun. Nánari upplýsingar um dagsetningu og staðsetningu verða gefnar síðar, en reikna má með að hún mun eiga sér stað um miðjan janúar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Dominique f.h. stjórnar.
Fræðslufundir Vínþjónasamtakanna eru opnir öllum en vínþjónar og meðlimir hafa að sjálfsögðu forgang.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý