Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona mun Apótek Hótel líta út
Miklar framkvæmdir eru núna í gangi á nýju og glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli sem heitir Apótek Hótel og er staðsett á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.
Byggingin var hönnuð árið 1917 af Guðjóni Samúelssyni fyrrum húsameistara ríkisins en Guðjón teiknaði margar af þekktustu byggingum Íslands, til að mynda Hótel Borg, Akureyrarkirkju og Hallgrímskirkju.
Á hótelinu verða 45 herbergi þar sem þriggja hæða turnsvítann er toppurinn á tilverunni.
Meðfylgjandi eru tölvuteiknaðar myndir af Apótek Hótelinu:
Á jarðhæð opnar Apótek Restaurant en að opnun veitingastaðarins standa eigendur veitingahúsana Tapasbarinn og Sushisamba ásamt lykilstjórnendum Apótek veitingahúss. Framkvæmdir eru í fullum gangi á veitingastaðnum og er væntanleg opnun á næstunni.
Myndir: keahotels.is
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni


















