Freisting
Svipmyndir: Volare OHO Cantare OHOHOHO
Guðmundur Pétursson
Var það fyrsta sem kom upp i huga mínum er ritstjórinn sagði að næsti staður til að taka út væri ítalski veitingastaðurinn Volare á Laugaveginum. En þessi lína úr fyrirsögninni er úr laginu Volare sem Dean Martin gerði ódauðlegt á sínum tíma.
En til gamans má geta þess að áðurnefnt lag er eina ítalska lagið til að ná toppsætinu á Billboard listanum.
Staðurinn er í húsnæðinu sem hýsti á sínum tíma Vín og skel, bakhús á Laugavegi 55. www.ristorante.is
Eigendurnir þeir Guðmundur Pétursson og Danilo Meyr eru sjálfir í eldhúsinu, en þeir hafa um 8 ára reynslu úr 101 hverfinu í matseld, vinna þeir allt frá grunni svo sem pasta, sósur og ábætisrétti, einnig laga þeir sinn eigin saltfisk frá grunni, einfaldleikinn er í fyrirrúmi , engar flugeldasýningar.
Matseðillinn er handskrifaður og skipt er um seðil 2svar í viku sem er svolítið óvanalegt en að sama skapi býður upp á vissa möguleika.
Eftir stutt spjall crew 3 frá Freisting.is við eigendurna hófst máltíðinni og voru eftirfarandi réttir smakkaðir:
Nautacarpacciao með rifnum parmasan og ferskum pipar
Reyk önd á salati með Balsamico
Tortellone með laxi og salvíu
Ravioli með kjúkling í tómat með sveppum
Steikt lamb á hvítlauksristuðu grænmeti
Saltfiskur með kúrbít og tómatmauki
Tiramisu með marinerðum kirsuberjum
Þrjár tegundir af ítölskum sorbet
Þeir Volare menn spyrja á heimasíðu sinni, hvort þú viljir ekki hverfa út úr hversdagsleikanum og kom inn í litla vin í ítölskum stíl og njóta þess sem boðið er upp á í afslöppuðu umhverfi, og það er skemmst frá því að segja að það tókst algerlega hjá þeim , maturinn fyrnagóður og þjónustan einnig , við félagarnir höfðum eina ábendingu og hljóðaði hún upp á að fá steikarhnífa sem bita annað var óaðfinnalegt.
Við hjá Freisting.is óskum þeim til hamingju með staðinn og von um gott gengi .
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu