Vertu memm

Freisting

Svipmyndir frá Japönskum dögum á Grand Hotel

Birting:

þann

Alltaf hefur mér fundist það sem ávinningur fyrir greinina þegar erlendir fagmenn heimsækja okkur hér á landi, að þessu sinni var það Grand Hotel sem flutti inn 2 Japanska meistara í Sushi, Maki og Sasa-Kiri gerð og var Freisting.is boðið að senda fulltrúa til að upplifa japanska kvöldstund á Grand.

Matreiðslumeistararnir Japönsku heita Tetsunori Segawa san eigandi www.takogrill.com og Yoshida san eigandi www.sushiken.jp

Japanskir tónlistarmenn voru með í ferð og heita þeir Toshitake Tomotsune sem leikur á Shakuhachi hljóðfæri og Shogo Hiyoshi sem leikur á koto og er þeir mjög frægir á sínu sviði.

Starfsfólk á Grand hafði farið í búning í tilefni dagsins og setti það punktinn yfir ið þetta kvöld.

Kvöldið hófst með fordrykk og síðan var boðið til sætis inn í Setrinu, þá tóku tónlistarmennirnir við og spiluðu 4 japönsk lög og mér til undrunar þá líkaði mér þeir tónar sem heyrðust frá þeim, þvínæst komu meistaranir og renndu vagni á milli borða og skáru út munstur í bananalauf og vakti það mikla hrifningu gesta, þá var komið að matnum sem var eftirfarandi:


Lamba og Hvala- carpaccio með rucola og furuhnetum


Misosúpa


Sushi í ýmsum útfærslum


Panna cotta með berjasósu á þurrís og trönuberjasafa

Kaffi og konfekt

Var virkilega gaman að fylgjast með þegar þeir löguðu sushi fyrir framan hvert borð og hvernig þeir notuðu sjónræna blindu sér til hægðarauka.

Maturinn og þjónustan alveg til fyrirmyndar og átti sinn þátt í að gera kvöldið ógleymalegt, bara ein ábending næst þegar þið fáið erlendan matreiðslumann, farið þá alla leið í hans þjóðar mat á matseðlinum.

/Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið