Freisting
Svipmyndir frá Japönskum dögum á Grand Hotel
Alltaf hefur mér fundist það sem ávinningur fyrir greinina þegar erlendir fagmenn heimsækja okkur hér á landi, að þessu sinni var það Grand Hotel sem flutti inn 2 Japanska meistara í Sushi, Maki og Sasa-Kiri gerð og var Freisting.is boðið að senda fulltrúa til að upplifa japanska kvöldstund á Grand.
Matreiðslumeistararnir Japönsku heita Tetsunori Segawa san eigandi www.takogrill.com og Yoshida san eigandi www.sushiken.jp
Japanskir tónlistarmenn voru með í ferð og heita þeir Toshitake Tomotsune sem leikur á Shakuhachi hljóðfæri og Shogo Hiyoshi sem leikur á koto og er þeir mjög frægir á sínu sviði.
Starfsfólk á Grand hafði farið í búning í tilefni dagsins og setti það punktinn yfir ið þetta kvöld.
Kvöldið hófst með fordrykk og síðan var boðið til sætis inn í Setrinu, þá tóku tónlistarmennirnir við og spiluðu 4 japönsk lög og mér til undrunar þá líkaði mér þeir tónar sem heyrðust frá þeim, þvínæst komu meistaranir og renndu vagni á milli borða og skáru út munstur í bananalauf og vakti það mikla hrifningu gesta, þá var komið að matnum sem var eftirfarandi:
Lamba og Hvala- carpaccio með rucola og furuhnetum
Misosúpa
Sushi í ýmsum útfærslum
Panna cotta með berjasósu á þurrís og trönuberjasafa
Kaffi og konfekt
Var virkilega gaman að fylgjast með þegar þeir löguðu sushi fyrir framan hvert borð og hvernig þeir notuðu sjónræna blindu sér til hægðarauka.
Maturinn og þjónustan alveg til fyrirmyndar og átti sinn þátt í að gera kvöldið ógleymalegt, bara ein ábending næst þegar þið fáið erlendan matreiðslumann, farið þá alla leið í hans þjóðar mat á matseðlinum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu