Vertu memm

Freisting

Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur fangelsaður

Birting:

þann

Kenneth Goldsmith

Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur og í samstarfi við Jamie Oliver og Gordon Ramsay var dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Kenneth Goldsmith sagðist hafa lært fræðin sín á Michelin veitingastöðum í París en í raun lærði hann allt sem hann þekkti í matargerð í fangelsinu.

Hann sannfærði marga um að hann væri að fara af stað með fyrirtæki og lagði auðtrúa fólk síðan pening í hugmyndina, en Kenneth notaði peningana í að kaupa Aston Martin glæsikerru, leigði sér þyrlu til að fara á fimm stjörnu hótel ofl. og lifði hátt með kærustu sinni Kirsty Emmans sem einnig var dæmd í fangelsi.


Kenneth keypti  m.a. þessa glæsikerru að gerðinni Aston Martin fyrir peningana sem fólk
fjárfesti í gervi-fyrirtækinu hjá honum

Kenneth viðurkenndi 20 ákæruatriði af fjársvikum í réttarsalnum Lincoln Crown í Bretlandi í fyrradag eða samtals 250 milljónir í íslenskum krónum og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og kærasta hans viðurkenndi 11 ákæruatriði af fjársvikum að upphæð 150 milljónir og var dæmd í 18 mánaða fangelsi, en þetta kemur fram á vef Mail online.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið