Freisting
Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur fangelsaður
Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur og í samstarfi við Jamie Oliver og Gordon Ramsay var dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Kenneth Goldsmith sagðist hafa lært fræðin sín á Michelin veitingastöðum í París en í raun lærði hann allt sem hann þekkti í matargerð í fangelsinu.
Hann sannfærði marga um að hann væri að fara af stað með fyrirtæki og lagði auðtrúa fólk síðan pening í hugmyndina, en Kenneth notaði peningana í að kaupa Aston Martin glæsikerru, leigði sér þyrlu til að fara á fimm stjörnu hótel ofl. og lifði hátt með kærustu sinni Kirsty Emmans sem einnig var dæmd í fangelsi.
Kenneth keypti m.a. þessa glæsikerru að gerðinni Aston Martin fyrir peningana sem fólk
fjárfesti í gervi-fyrirtækinu hjá honum
Kenneth viðurkenndi 20 ákæruatriði af fjársvikum í réttarsalnum Lincoln Crown í Bretlandi í fyrradag eða samtals 250 milljónir í íslenskum krónum og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og kærasta hans viðurkenndi 11 ákæruatriði af fjársvikum að upphæð 150 milljónir og var dæmd í 18 mánaða fangelsi, en þetta kemur fram á vef Mail online.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni3 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025