Freisting
Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur fangelsaður

Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur og í samstarfi við Jamie Oliver og Gordon Ramsay var dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Kenneth Goldsmith sagðist hafa lært fræðin sín á Michelin veitingastöðum í París en í raun lærði hann allt sem hann þekkti í matargerð í fangelsinu.
Hann sannfærði marga um að hann væri að fara af stað með fyrirtæki og lagði auðtrúa fólk síðan pening í hugmyndina, en Kenneth notaði peningana í að kaupa Aston Martin glæsikerru, leigði sér þyrlu til að fara á fimm stjörnu hótel ofl. og lifði hátt með kærustu sinni Kirsty Emmans sem einnig var dæmd í fangelsi.

Kenneth keypti m.a. þessa glæsikerru að gerðinni Aston Martin fyrir peningana sem fólk
fjárfesti í gervi-fyrirtækinu hjá honum
Kenneth viðurkenndi 20 ákæruatriði af fjársvikum í réttarsalnum Lincoln Crown í Bretlandi í fyrradag eða samtals 250 milljónir í íslenskum krónum og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og kærasta hans viðurkenndi 11 ákæruatriði af fjársvikum að upphæð 150 milljónir og var dæmd í 18 mánaða fangelsi, en þetta kemur fram á vef Mail online.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





