Freisting
Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur fangelsaður

Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur og í samstarfi við Jamie Oliver og Gordon Ramsay var dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Kenneth Goldsmith sagðist hafa lært fræðin sín á Michelin veitingastöðum í París en í raun lærði hann allt sem hann þekkti í matargerð í fangelsinu.
Hann sannfærði marga um að hann væri að fara af stað með fyrirtæki og lagði auðtrúa fólk síðan pening í hugmyndina, en Kenneth notaði peningana í að kaupa Aston Martin glæsikerru, leigði sér þyrlu til að fara á fimm stjörnu hótel ofl. og lifði hátt með kærustu sinni Kirsty Emmans sem einnig var dæmd í fangelsi.

Kenneth keypti m.a. þessa glæsikerru að gerðinni Aston Martin fyrir peningana sem fólk
fjárfesti í gervi-fyrirtækinu hjá honum
Kenneth viðurkenndi 20 ákæruatriði af fjársvikum í réttarsalnum Lincoln Crown í Bretlandi í fyrradag eða samtals 250 milljónir í íslenskum krónum og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og kærasta hans viðurkenndi 11 ákæruatriði af fjársvikum að upphæð 150 milljónir og var dæmd í 18 mánaða fangelsi, en þetta kemur fram á vef Mail online.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





