Freisting
Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur fangelsaður
Svikahrappur sem sagðist vera Michelin kokkur og í samstarfi við Jamie Oliver og Gordon Ramsay var dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Kenneth Goldsmith sagðist hafa lært fræðin sín á Michelin veitingastöðum í París en í raun lærði hann allt sem hann þekkti í matargerð í fangelsinu.
Hann sannfærði marga um að hann væri að fara af stað með fyrirtæki og lagði auðtrúa fólk síðan pening í hugmyndina, en Kenneth notaði peningana í að kaupa Aston Martin glæsikerru, leigði sér þyrlu til að fara á fimm stjörnu hótel ofl. og lifði hátt með kærustu sinni Kirsty Emmans sem einnig var dæmd í fangelsi.
Kenneth keypti m.a. þessa glæsikerru að gerðinni Aston Martin fyrir peningana sem fólk
fjárfesti í gervi-fyrirtækinu hjá honum
Kenneth viðurkenndi 20 ákæruatriði af fjársvikum í réttarsalnum Lincoln Crown í Bretlandi í fyrradag eða samtals 250 milljónir í íslenskum krónum og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og kærasta hans viðurkenndi 11 ákæruatriði af fjársvikum að upphæð 150 milljónir og var dæmd í 18 mánaða fangelsi, en þetta kemur fram á vef Mail online.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?