Uppskriftir
Svið að hætti sardinískra fjárhirða
„Ég hélt í morgun þegar ég var að ákveða hvað ætti að vera í matinn að það yrði kannski hríðarveður í dag, eða allavega frekar kuldalegt, svo að ég ákvað að hafa einhvern mat sem passaði við það,“ skrifar Nanna Rögnvaldar á heimasíðu sinni og gefur upp girnilega uppskrift, sem er íslensk svið og sardinísk uppskrift, það er nú ekki slæm blanda.
Hráefni:
1 sviðakjammi
3 msk ólífuolía
5-6 kartöflur, fremur litlar
1 rauðlaukur
1 dós tómatar, heilir
2 hvítlauksgeirar
pipar og salt
1/2 tsk óreganó
2-3 lárviðarlauf
100 ml þurrt hvítvín
Aðferð:
Ég hitaði ofninn í 180°C.
Svo tók ég eldfast mót (ekki of lítið þótt þetta sé bara einn lítill kjammi, dreifði dálítilli ólífuolíu á botninn, setti kjammann í mótið og hellti meiri olíu yfir hann (líklega 3 msk alls). Svo skar ég nokkrar frekar litlar kartöflur í helminga og einn rauðlauk í bita og dreifði í kring, ásam tveimur söxuðum hvítlauksgeirum.
Opnaði svo eina dós af heilum tómötum og dreifði í kring, ásamt leginum úr dósinni. Kryddaði með nýmöluðum svörtum pipar og flögusalti, stráði 1 tsk af óreganói yfir og bætti við 2-3 lárviðarlaufum (það má nota aðrar kryddjurtir eftir smekk) og að lokum hellti ég 100 ml af hvítvíni yfir.
Svo setti ég þetta í ofninn og steikti í hálftíma. Þá tók ég það út, sneri kartöflunum við, setti þetta aftur í ofninn og steikti í svona hálftíma í viðbót, eða þar til kartöflurnar voru alveg meyrar og kjamminn eldaður í gegn.
Höfundur og mynd: Nanna Rögnvaldardóttir
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






