Vertu memm

Uppskriftir

Svið að hætti sardinískra fjárhirða

Birting:

þann

Svið að hætti sardinískra fjárhirða - Uppskrift

Svið að hætti sardinískra fjárhirða

„Ég hélt í morgun þegar ég var að ákveða hvað ætti að vera í matinn að það yrði kannski hríðarveður í dag, eða allavega frekar kuldalegt, svo að ég ákvað að hafa einhvern mat sem passaði við það,“ skrifar Nanna Rögnvaldar á heimasíðu sinni og gefur upp girnilega uppskrift, sem er íslensk svið og sardinísk uppskrift, það er nú ekki slæm blanda.

Hráefni:

1 sviðakjammi

3 msk ólífuolía

5-6 kartöflur, fremur litlar

1 rauðlaukur

1 dós tómatar, heilir

2 hvítlauksgeirar

pipar og salt

1/2 tsk óreganó

2-3 lárviðarlauf

100 ml þurrt hvítvín

Aðferð:

Ég hitaði ofninn í 180°C.

Svo tók ég eldfast mót (ekki of lítið þótt þetta sé bara einn lítill kjammi, dreifði dálítilli ólífuolíu á botninn, setti kjammann í mótið og hellti meiri olíu yfir hann (líklega 3 msk alls). Svo skar ég nokkrar frekar litlar kartöflur í helminga og einn rauðlauk í bita og dreifði í kring, ásam tveimur söxuðum hvítlauksgeirum.

Opnaði svo eina dós af heilum tómötum og dreifði í kring, ásamt leginum úr dósinni. Kryddaði með nýmöluðum svörtum pipar og flögusalti, stráði 1 tsk af óreganói yfir og bætti við 2-3 lárviðarlaufum (það má nota aðrar kryddjurtir eftir smekk) og að lokum hellti ég 100 ml af hvítvíni yfir.

Svo setti ég þetta í ofninn og steikti í hálftíma. Þá tók ég það út, sneri kartöflunum við, setti þetta aftur í ofninn og steikti í svona hálftíma í viðbót, eða þar til kartöflurnar voru alveg meyrar og kjamminn eldaður í gegn.

Höfundur og mynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið