Freisting
Sverrir Halldórs með skemmtilegan pistil
Það má með sanni segja að Sverrir Halldórsson matreiðslumeistari hjá Klúbbi Matreiðslumeistara bregst ekki bogalistin þegar hann skrifar ferðasögur sínar, skemmtileg lesning, frumlegar lýsingar og óhræddur að koma á framfæri sínar skoðanir á málunum.
Sverrir hefur birt pistil frá Lyon ferðinni á vef KM manna, en hann er sem hér segir:.
Bonjour
Chapitre une
Sunnudagur
Jæja, þá er það Lyon, Bocuse d´Or keppnin og Ísland að taka þátt í fimmta sinn. Ferðin hófst í Kef með að stjórnarmeðlimir afhentu öllum farþegum fjölnota ferðatösku með ýmsum grunnnauðsynjum þegar haldið er í ferðalag og á álfelgum og passaði það alveg við felgurnar á bílnum mínum, flott strákar.
Vel á minnst einnig voru forlátar víkingahúfur í íslensku fánalitum í stíl við þemað hjá Friðgeiri. Okkar beið Ensk leiguflugvél með tékkneskri áhöfn og sem dæmi þá var yfirflugfreyjan fyrrverandi veitingamaður í Prag, rak stað sem hét Bellevue og var stutt frá Karlsbrúnni. Bernesbræður höfðu útbúið 5 rétta morgunmat í tilefni dagsins og var mjög gaman hvað ungmennafélagsandinn sveif yfir undirbúningnum á Heitt og Kalt, samvinnan í fyrirrúmi og allir með í ákvarðanatöku.
Upp í Flugeldhúsi á Laugardeginum misstu menn andlitið þegar þeir sáu afrakstur áðurnefndra bræðra og byrjuðu ýmsar spurningar að dynja yfir okkur og eru þær í vinnslu. Held ég að maturinn hafi uppfyllt ýtrustu kröfur þessa hóps, en matseðillinn var eftirfarandi; forréttur köld lúða Mayonnese Modern Style, milliréttur kóngakrabbasalat á káli Reykjavik Style, aðalréttur kjúklingur í rauðvíni Cog au Vin froid, ábætir súkkulaðikaka Boscolo Style, og konfekt úr kókos og súkkulaði a´la Carabieen style.
Stuttu síðar var boðið upp á tékkneskan mat og þáðu nokkrir hann líka enda í matarferð og til að toppa allt voru allir leystir út með samloku er þeir yfirgáfu flugvélina, ef ske kynni að einhver yrði svangur í rútunni á leiðinni á hótelið.
Þegar komið var á hótelið Grand Hótel Boscolo ( www.boscolohotels.com ) og búið að tékka inn, lagði maður sig aðeins, en hringdi í einn félagann til að mæla sér mót á veitingastað um kvöldið og tjáði hann mér að hann væri í göngutúr, en komst síðar að því að hann fór og fékk sér einn Hlemm. Um kvöldið var farið á Léon de Lyon ( www.leondelyon.com ) staður með yfir 100 ára sögu og stjórnað undanfarin ár af Jean-Paul Lacombe og verður að viðurkenna að maturinn þar er massífur með tær og kröftug brögð og eftir stutt spjall við kauða komst maður að því að þar var á ferð hinn vænsti karl sem vissi nákvæmlega hvað hann var og er að gera. Heim á hótel í koju.
Mánudagur
Vaknaði seint og fór út af hótelinu rétt fyrir hádegi og labbaði í átt að Perrache lestarstöðinni þar sem ég ætlaði að kaupa miða með lestinni til Genfar, þegar ég var um það bil hálfnaður kom ég að Parísarhjóli og þó ég sé lofthræddari en andskotinn, þá sagði ég við sjálfan mig nú skal það ske að fara í hjólið og ég fór, fyrsta hringinn var ég með lokuð augun og þegar ég kom niður og kallaði til varðanna og var að biðja þá að losa mig úr prísundinni þá brostu þeir bara og framundan voru 4 hringir í viðbót, en bara svo það sé á hreinu þá þorði ég að opna augun og njóta útsýnisins til hins ýtrasta, hélt áfram för og fann lestarstöðina og keypti miðann, og þá var maginn byrjaður að gera vart við sig þannig að ég fór inn á stað við hliðina á lestarstöðinni sem heitir Brasserie Georges ( www.brasseriegeorges.com ) elsta brasseri Evrópu sem afgreiðir 300000 gesti árlega, og fékk mér að borða.
Passaði ég sérstaklega upp á að gefa ekki til kynna að ég væri frá Íslandi svo mér yrði ekki fleygt á dyr, ef þeir væru ennþá súrir . Ekta franskur sveitamatur stórir skammtar og mjög góðir.
Ákvað ég að prófa sporvagninn á leiðinni til baka upp á hótel, í slökun því um kvöldið skyldi haldið upp í sveit til Goðsagnarinnar og Íslandsvinarins Philippe Girardon
( Meilleur Ouvrier de France 1997 ) á veitingastað hans Domaine de Claire Fontaine
.( www.domaine-de-clairefontaine.fr ) sem skartar 1 Michelin stjörnu.
Var þetta hin skemmtilegasta kvöldstund í hópi góðra félaga ,borðaður góður matur og rennslið á mjöðnum virtist í lagi, undir lok kvöldverðarins kom upp umræða um limusinur og sagði undirritaður eftirfarandi sögu frá því í Prag í fyrra.Þá kom hinn eini sanni Bjarmi Guðmundur Hallgrímsson til Prag til að fagna vissum tímamótum og hafði vertinn gert heimavinnu sína, og þegar kom að kvöldverðinum sagði hann Guðmundi að það væri rúta á leiðinni að ná í þá , og í þann veginn þegar bílinn rennir í hlaðið labbar Guðmundur út verður starsýnt á það sem fyrir augun bar og segir þessi fleygu orð Vá einn teygður,en þar var mættur einn svartur Lincoln.
Í kjölfar þessarar sögu fer einn okkar félagi og biður um að pöntuð sé limma og á endanum eru pantaðar 2 stykki og 1 leigubíll og þegar ég heyrði verðið vitandi hvað svona bílar kosta í London,Prag og Köben segist ég vilja fara í leigubílnum, Philippe heilsaði upp á okkur og það sama gerði Friðgeir og fékk hann hvatningu frá hópnum fyrir keppni, svo kom að því að haldið skyldi til baka á hótelið og var ég með fyrstu út og þegar ég sá limmurnar þá flýtti ég mér inn í leigubíl og sprakk úr hlátri því það sem blasti við voru ekki limmur heldur 2 Ford Transit skólarútur og var þetta skemmtilegur endir á góðu kvöldi.
Au revor
/Sverrir Halldórsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri