Frétt
Svartur litur kalkúna kom upp um ólöglegan innflutning
Matvælastofnun hefur sett flutningsbann á alla alifugla frá bænum Dísukoti í Þykkvabæ. Ástæða flutningsbanns er meintur ólöglegur innflutningur kalkúnafrjóeggja frá Færeyjum á síðasta ári.
Undan eggjunum eru komnir svartir kalkúnar sem voru í fréttum nýverið. Bannið miðar að því að koma í veg fyrir mögulega dreifingu smitsjúkdóma í aðra alifugla.
Í lögum um innflutning dýra kemur fram að óheimilt sé að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. Ný smitefni geta borist til landsins með frjóeggjum. Ráðherra getur heimilað innflutning dýra og erfðaefnis, að fengnum meðmælum Matvælastofnunar, undir ströngum skilyrðum.
Þannig getur ráðherra meðal annars heimilað flutning til landsins á frjóeggjum alifugla á einangrunarstöð. Dýr úr þessum frjóeggjum má ekki flytja úr einangrunarstöð fyrr en tryggt þykir að þau séu laus við smitsjúkdóma.
Verið er að afla upplýsinga um innflutninginn og aðkomu og ábyrgð hlutaðeigandi aðila.
Mynd: skjáskot úr myndbandi í frétt á visir.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit