Markaðurinn
Svansvottaðir örtrefjaklútar
Örtrefjaklútarnir okkar frá Handy eru nú Svansvottaðir.
Hvort sem þú vilt gulan, rauðan, grænan, bláan eða svartan þá er hann nú Svansvottaður.
Notkun lita á örtrefjaklútum er mikilvæg þegar hreinlæti er annars vegar svo ekki verði krossmengun sem er ein mesta hættan við útbreiðslu smits.
- Gulur er litur sóttvarna og hefur því tíðkast að nota gula klúta við sótthreinsun.
- Rauður litur er almennt tengdur hættu og eru því rauðir klútar notaðir við þrif á salernum. Þessi svæði eru talin skapa mikla hættu á bakteríumengun.
- Græni liturinn hefur verið úthlutaður á matar- og drykkjarsvæði. Þessi svæði eru meðal annars eldhús og barir sem og verksmiðjur þar sem matvæli eru unnin. Á þessum svæðum getur verið mikil hætta hvað varðar krossmengun.
- Blár litur er fyrir áhættulítil svæði þar sem almennt er minni hætta á bakteríumengun. Hér er um að ræða skrifstofusvæði, gluggakistur og þar sem almenn rykhreinsun á sér stað.
- Svartur litur hefur bæst við og er að mestu notaður á kaffisvæðum þar sem blettir geta verið áberandi í öðrum litum.
Hér getur þú nálgast alla liti af Svansvottuðum Handy örtrefjaklútum.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé