Axel Þorsteinsson
Sushisamba má heita Sushisamba
Veitingastaðurinn Sushisamba má halda nafninu. Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. Töldu þeir að verið væri að nota nafnið í leyfisleysi þar sem þeir töldu sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu.
Þá vildu erlendu aðilarnir 15 milljónir króna í endurgjald fyrir hagnýtingu vörumerkisins, að því er fram kemur á visir.is.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú úrskurðað að engin lög hafi verið brotin. Áður hafði Einkaleyfisstofa úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil, sem og áfrýjunarnefnd.
Dómurinn taldi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum.
Eigendur Sushisamba voru sýknaðir af öllum kröfum.
Greint frá á visir.is.
Mynd: Axel
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir