Axel Þorsteinsson
Sushisamba má heita Sushisamba
Veitingastaðurinn Sushisamba má halda nafninu. Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. Töldu þeir að verið væri að nota nafnið í leyfisleysi þar sem þeir töldu sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu.
Þá vildu erlendu aðilarnir 15 milljónir króna í endurgjald fyrir hagnýtingu vörumerkisins, að því er fram kemur á visir.is.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú úrskurðað að engin lög hafi verið brotin. Áður hafði Einkaleyfisstofa úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil, sem og áfrýjunarnefnd.
Dómurinn taldi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum.
Eigendur Sushisamba voru sýknaðir af öllum kröfum.
Greint frá á visir.is.
Mynd: Axel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






