Freisting
Sushi námskeið í Veisluturninum
Freisting ákvað að smella sér á sushi námskeið í Veisluturninum undir styrkri leiðsögn Sigurðar Karls, snillingur þar á ferð!!!
Námskeiðið var í formi fyrirlestrar og sýnikennslu með myndvarpa og kom þrælvel út, skýr framsetning og Siggi nánast eins og lifandi Google.com um sushi, tæklaði spurningar úr sal, fumlaus og svellkaldur.
Stiklað var á stóru um sushi, gerð grjóna, edikið, suðuundirbúning og þvott á grjónum og mér sýndist viðstaddir dálítið hissa á þessu öllu saman en til að gera gott sushi þarf nákvæmni og undirbúning. Greinilegt að sushi er ekki sama og sushi.
Sushi-orðabók er hluti af námskeiðsgögnum og greinilega ekki sama hvort rúllan er á réttunni eða röngunni, meistarinn fór í gegnum helstu atriði og endaði á að smella saman rúllum og koddum og þvílíkur hraði á kallinum, ussssss.
Látum myndirnar tala sínu máli, sushi-hressing á miðju kvöldi var í boði Veisluturnsins og smakkaðist mjög vel.
Minni á að Sigurður Karl hefur opnað www.suzushii.is á Stjörnutorgi Kringlunnar, nú er bara að kíkja á kallinn og smakka sushi á heimsklassa.
Smellið hér til að skoða myndir frá námskeiðinu.
/ Almennar myndir / Sushi námskeið
Myndir: Matthías Þórarinsson
Texti: Matthías Þórarinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics