Smári Valtýr Sæbjörnsson
Surly frá Minnesota mætir á Mikkeller & Friends Reykjavík
Bjóráhugafólk á Íslandi kannast eflaust vel við Surly-brugghúsið frá Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum. Surly er þekkt nafn bjórheiminum í dag og er það eitt erlendu brugghúsanna sem heimsóttu okkur á The Annual Icelandic Beer Festival í lok febrúar. Lengsta röðin sem myndaðist á hátíðinni var þegar hinn hávaxni Vestur-Íslendingur Jerrod Johnson frá Surly stóð við dælurnar á KEX Hostel á hátíðinni.
Brugghúsið var stofnað af þeim Omar Ansari og Todd Haug fyrir rúmum áratug síðan. Þeir félagar kynntust í gegnum sameiginleg áhugamál sem eru bjórgerð og þungarokk. Todd er einnig tónlistarmaður og er gítarleikari í þungarokksveitinni Powermad sem m.a. kom fram í kvikmynd David Lynch Wild at Heart sem er mörgum Íslendingum kunn.
Nöfnin á bjórunum þeirra eru oft glettileg og krassandi og má nefna bjóra á borð við Darkness, Tea Bagged Bender, Sausage Fest og Pentagram.
Surly verða með fjóra bjóra á dælum á Mikkeller & Friends Reykjavík á morgun, föstudaginn 11. mars. Húsið opnar klukkan 14:00 og má búast við að mikilli ásókn.
Á dælum verða:
Surly Furious IPA
Surly Abrasive DIPA
Surly Cynic Saison
Surly Darkness Imperial Stout

-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí