Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sumarstemning og handgerðir konfektmolar á Siglufirði – Síldarkaffi opnar dyr sínar
Með komu vorsins hefst sumaropnun á Síldarkaffi og Síldarminjasafninu á Siglufirði, og verða staðirnir opnir daglega frá kl. 12 til 17 frá og með 1. maí.
Þar býðst einstakt tækifæri til að njóta íslenskrar matar- og menningararfleifðar í umhverfi sem vekur til lífsins síldarævintýrið mikla.
Á Síldarkaffi er boðið upp á fjölbreytt úrval veitinga fyrir bæði sælkera og sögufræðinga. Hádegið á Síldarkaffi er upplifun – súpa dagsins með nýbökuðu brauði, ásamt úrvali af sælkerakökum, bakkelsi og klassísku smurbrauði og auðvitað síld, sem heldur áfram að gegna lykilhlutverki á matseðlinum.
Gestir ættu einnig að fylgjast með næstu dögum, því spennandi fréttir eru væntanlegar frá síldareldhúsinu sem hefur vakið athygli fyrir frumlegar útfærslur á hefðbundnum íslenskum hráefnum.
Eitt það nýjasta á boðstólum er samvinna Síldarkaffis við hinn ört vaxandi framleiðanda Smakk súkkulaði, sem framleiðir handgerða konfektmola á Siglufirði. Molarnir eru úr hágæða hvítu súkkulaði og fylltir með blöndu af berjum og lakkrís – óvenjuleg blanda sem hefur slegið í gegn meðal gesta.
Að Smakk standa hjónin Andri Þór Gíslason og Kristbjörg Bjarnadóttir, sem hafa lengi haft brennandi áhuga á að skapa fallegt og bragðgott súkkulaði. Nafnið SMAKK var vandlega valið og ber með sér persónulega merkingu, en það samanstendur af upphafsstöfum fjölskyldumeðlima þeirra auk þess að vera lýsandi fyrir afurðina sjálfa – molar sem gestir vilja endilega smakka.
Þeir sem vilja kynna sér nánar konfektmola SMAKK geta heimsótt heimasíðu þeirra: www.smakk.net
Myndir: facebook / Síldarkaffi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni











