Markaðurinn
Sumarsólstöðumót Stella Artois
Stella Artois mun halda sitt árlega opna mót á GKG, laugardaginn 21. júní nk. Þetta árið var ákveðið að hafa Texas Scramble fyrirkomulag til að auka enn á gleðina. Í lok móts verður létt skemmtidagskrá þar til verðlaunaafhending hefst.
Í fyrra komust færri að en vildu og var spilað fram í myrkur. Þetta árið, til að koma fleirum að, var ákveðið að hafa mótið á lengsta degi ársins. Búist er við að verðlaunaafhending hefjist um kl. 23:00. Hellingur af flottum vinningum í boði og nóg af aukavinningum (dregið úr skorkortum) fyrir þá sem áttu ekki sinn besta dag.
Þar sem Stella Artois er opinber bjór Opna breska í golfi, kemur ekkert annað til greina en að bjóða vinningshöfum út til Liverpool í VIP pakka að hætti Stella Artois til að fylgjast með lokadögunum tveimur. Innifalið í pakkanum er flug, hótel, aðgangur að vellinum og auðvitað aðgangur að VIP svæði Stella Artois á Royal Liverpool þar sem morgunverður, hádegisverður, snarl og allir drykkir eru innifaldir.
Skráning er hafin á golf.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði