Markaðurinn
Sumarsólstöðumót Stella Artois
Stella Artois mun halda sitt árlega opna mót á GKG, laugardaginn 21. júní nk. Þetta árið var ákveðið að hafa Texas Scramble fyrirkomulag til að auka enn á gleðina. Í lok móts verður létt skemmtidagskrá þar til verðlaunaafhending hefst.
Í fyrra komust færri að en vildu og var spilað fram í myrkur. Þetta árið, til að koma fleirum að, var ákveðið að hafa mótið á lengsta degi ársins. Búist er við að verðlaunaafhending hefjist um kl. 23:00. Hellingur af flottum vinningum í boði og nóg af aukavinningum (dregið úr skorkortum) fyrir þá sem áttu ekki sinn besta dag.
Þar sem Stella Artois er opinber bjór Opna breska í golfi, kemur ekkert annað til greina en að bjóða vinningshöfum út til Liverpool í VIP pakka að hætti Stella Artois til að fylgjast með lokadögunum tveimur. Innifalið í pakkanum er flug, hótel, aðgangur að vellinum og auðvitað aðgangur að VIP svæði Stella Artois á Royal Liverpool þar sem morgunverður, hádegisverður, snarl og allir drykkir eru innifaldir.
Skráning er hafin á golf.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni4 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025