Markaðurinn
Sumarið 2022 er framundan – Innnes bætir við kvöld- og næturvaktir
Eins og flestir þekkja þá hefur veitingamarkaðurinn tekið vel við sér og ferðamenn streyma til landsins eftir erfitt tímabil heimsfaraldurs. Bókanir fyrir sumarið hjá ferðafyrirtækjum ganga vel og eru nánast sambærilegar og sumarið 2019. Þetta eru mikil umskipti á skömmum tíma.
Samkvæmt öllu má búast við frábæru sumri fyrir veitingageirann í heild sinni.
Til að bregðast við auknu álagi hefur Innnes gert margvíslegar ráðstafanir, meðal annars bætt við kvöld- og næturvöktum.
Skortur á starfsfólki er síðan mikil áskorun í vaxandi umfangi á veitingamarkaði. Það sama á við fyrirtæki eins og Innnes.
Í ljósi vaxandi umfangs og skorts á starfsfólki, er mikið álag á starfsemi okkar á mestu álagspunktum. Við þær aðstæður er hætt við að einhverjar pantanir skili sér ekki til viðskiptavina á réttum tíma.
Til að tryggja betur að pantanir skili sér á réttum tíma óskum við eftir því pantanir berist með auknum fyrirvara ef þess er einhver kostur. Sérstaklega er mikilvægt að fækka pöntunum sem eru til afhendingar innan sama dags. Aukinn fyrirvari skapar ráðrúm til að dreifa álagi og tryggja betur að pantanir skili sér til viðskiptavina á réttum tíma.
Við viljum meðal annars hvetja viðskiptavini að nýta sér vefverslun í því skyni að auka svigrúm. Pantanir í vefverslun eftir opnunartíma skrifstofu eru í mörgum tilfellum teknar til á kvöld- og næturvöktum í stað dagvaktar sem er undir miklu álagi.
Sölumenn okkar eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar með leiðbeiningar og nánari upplýsingar ef þess er óskað.
Með fyrirfram þökk
Starfsfólk Innnes
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






