Uppskriftir
Súkkulaði-trufflukaka
Þessi kaka er mjög einföld, en merkilega ljúffeng sem dessert eða með góðum kaffibolla. Þessa köku notaði ég mikið þegar ég var í veiðihúsinu að Kjarrá í Þverárhlíð. Ég lagaði hana alltaf með 2ja daga fyrirvara því mér fannst hún eiginlega betri þá. Ef ég man rétt þá gaf ég bláberjasorbet með.
Hráefni:
150 ml vatn
100 ml glúkósi eða sykursíróp
4 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
5oo gr dökkt súkkulaði
1 ltr léttþeyttur rjómi
Kakóduft
Þunnur svampbotn
Sterkt kaffi
Jarðaberjamauk
Aðferð:
Bakaður er þunnur svampbotn, hann settur í botn á springformi. bleytið upp með kaffinu og smyrjið létt yfir botninn með jarðaberjamaukinu. Hitið saman vatn, glúkósa og matarlím. Brytjið niður súkkulaðið og bræðið saman við.
Kælið örlítið og blandið rjómanum saman við og hellið í formið. Kælið vel og stráið kakói yfir.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






