Freisting
Suðrænt og seyðandi, Vetrafagnaður Bláa Lónsins

Páfuglinn
Partýið hófst kl: 17:00 í sal Hreyfingar og Bláa Lónsins í Glæsibæ, en í boðskortinu hafði verið óskað eftir því að menn klæddust einhverju rauðu í tilefni dagsins, en þar var boðið upp á drykk auk þess sem skoðunarferð var um svæðið, og ekki var laust við að það kæmi manni svolítið á óvart, þetta er flottara heldur en heilsuræktaraðstaða á 5 stjörnu hótelum víðs vegar um heiminn.
Um kl: 17:45 var kallað út í rútur því nú skyldi haldið í Lónið, þegar þangað var komið bauðst fólki að fara lónið, gufu vatnsnudd eða ganga beint í í nýja salinn hjá þeim, en hann heitir Lava. Þar var tekið á móti fólki með drykkjum og ávaxtaborði með súkkulaðibrunni í miðjunni og skapaðist hörku stemning í kring um það.
Salurinn var skreyttur rauðu og féll það vel saman við klæðnað gesta, þegar fór að minnka við súkkulaði brunninn var borið í sal ýmis skonar pinnasnittur sem að mannskapurinn gæddi sér á. Eitt heillaði mig nánast upp úr skónum en það var Páfuglinn sem gerður var úr grænmeti og ávöxtum, en einn starfsmaður í eldhúsinu er frá Filipseyjum og er hann mjög flinkur í höndunum sem sést best á áðurnefndum fugli.
Loks koma að aðalmatnum sem var þar að finna eitthvað fyrir smekk hvers og eins, líkt og myndirnar sýna, fyrirskurður á lambafille og flamberaðar lambalundir í piparsósu, en þeir réttir sem heilluðu mig mest voru kjúklingabitar sem hafði verið velt upp úr smjöri bætt með dijon sinnepi og raspi bættum með parmasen osti ( spurning Ragnar Wessman er þetta ekki ensk pannering númer 2 ), reyktur áll í vodkabláberjasósu og ekki má gleyma moðsteiktri lambaöxl með sellerí í maltsósu og má segja að þetta séu svokallaðir signature diskar Lava restaurant. Ekki má gleyma þjónustunni sem í höndum Sveinssonar bræðra setti punktinn yfir Ið.
Tónlist var í höndum Tómasar R Einarsson og Ómar Guðjónsson og fórst þeim það vel úr hendi.
Síðan var sýndur Kúbverskur dans og féll hann vel í kramið sem lokapunktur á góðu kvöldi en áður hafði verið bætt desertum á hlaðborðið.
Svo var haldið í bæinn og allir sælir með kvöldið.
Smellið á eftirfarandi vefslóð til að skoða myndir frá kvöldinu.
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
Slóð: Almennar myndir / Suðrænt og seyðandi
Mynd og texti: Sverrir Halldórsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Keppni3 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins





