Kokkalandsliðið
Stútfull dagskrá hjá KM
Eftir sumarfrí hjá Klúbbi Matreiðslumeistara (KM) er félagastarfið að hefjast að nýju og framundan er mikið um að vera hjá þessum flotta klúbbi. Félagsárið hefst í byrjun september með félagsfundi í Hótel og Matvælaskólanum, en búið er að mestu skipuleggja fundi fyrir vetrarstarfið.
Hér er stiklað á stóru það sem framundan er:
Kokkalandsliðið er á fullu við að skipuleggja styrktarkvöldverð í Bláa Lóninum, en liðið keppir í „Culinary World Cup“ sem haldin verður í Lúxemborg í nóvember 2014.
Norðurlandasamtök matreiðslumeistara (NKF) verður með stjórnarfund hér á Íslandi um miðjan október næstkomandi.
Hinn árlegi KM styrkarkvöldverður verður á Nordica í byrjun árs 2014.
Búið er að opna skrifstofu KM að stórhöfða 29.
Keppnin um titilinn „Matreiðslumaður ársins“ verður í lok september 2013, en yfirdómari verður Svein Magnus Gjönvik.
KM meðlimir fjölmenna á þingið hjá Alþjóðasamtökum matreiðslumeistara (WACS) sem haldið verður í Stavanger 2014.
Keppnin Matreiðslumaður norðurlanda verður haldin í Herning í Danmörku í mars 2014.
Þetta og miklu fleira verður á dagskrá hjá KM og að sjálfsögðu mun veitingageirinn.is fylgjast vel með starfseminni hjá klúbbnum.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun1 dagur síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt1 dagur síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf