Kokkalandsliðið
Stútfull dagskrá hjá KM
Eftir sumarfrí hjá Klúbbi Matreiðslumeistara (KM) er félagastarfið að hefjast að nýju og framundan er mikið um að vera hjá þessum flotta klúbbi. Félagsárið hefst í byrjun september með félagsfundi í Hótel og Matvælaskólanum, en búið er að mestu skipuleggja fundi fyrir vetrarstarfið.
Hér er stiklað á stóru það sem framundan er:
Kokkalandsliðið er á fullu við að skipuleggja styrktarkvöldverð í Bláa Lóninum, en liðið keppir í „Culinary World Cup“ sem haldin verður í Lúxemborg í nóvember 2014.
Norðurlandasamtök matreiðslumeistara (NKF) verður með stjórnarfund hér á Íslandi um miðjan október næstkomandi.
Hinn árlegi KM styrkarkvöldverður verður á Nordica í byrjun árs 2014.
Búið er að opna skrifstofu KM að stórhöfða 29.
Keppnin um titilinn „Matreiðslumaður ársins“ verður í lok september 2013, en yfirdómari verður Svein Magnus Gjönvik.
KM meðlimir fjölmenna á þingið hjá Alþjóðasamtökum matreiðslumeistara (WACS) sem haldið verður í Stavanger 2014.
Keppnin Matreiðslumaður norðurlanda verður haldin í Herning í Danmörku í mars 2014.
Þetta og miklu fleira verður á dagskrá hjá KM og að sjálfsögðu mun veitingageirinn.is fylgjast vel með starfseminni hjá klúbbnum.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?