Vertu memm

Kokkalandsliðið

Stútfull dagskrá hjá KM

Birting:

þann

Logo Klúbbur Matreiðslumeistara KMEftir sumarfrí hjá Klúbbi Matreiðslumeistara (KM) er félagastarfið að hefjast að nýju og framundan er mikið um að vera hjá þessum flotta klúbbi.  Félagsárið hefst í byrjun september með félagsfundi í Hótel og Matvælaskólanum, en búið er að mestu skipuleggja fundi fyrir vetrarstarfið.

Hér er stiklað á stóru það sem framundan er:

Kokkalandsliðið er á fullu við að skipuleggja styrktarkvöldverð í Bláa Lóninum, en liðið keppir í „Culinary World Cup“ sem haldin verður í Lúxemborg í nóvember 2014.

Norðurlandasamtök matreiðslumeistara (NKF) verður með stjórnarfund hér á Íslandi um miðjan október næstkomandi.

Hinn árlegi KM styrkarkvöldverður verður á Nordica í byrjun árs 2014.

Búið er að opna skrifstofu KM að stórhöfða 29.

Keppnin um titilinn „Matreiðslumaður ársins“ verður í lok september 2013, en yfirdómari verður Svein Magnus Gjönvik.

KM meðlimir fjölmenna á þingið hjá Alþjóðasamtökum matreiðslumeistara (WACS) sem haldið verður í Stavanger 2014.

Keppnin Matreiðslumaður norðurlanda verður haldin í Herning í Danmörku í mars 2014.

Þetta og miklu fleira verður á dagskrá hjá KM og að sjálfsögðu mun veitingageirinn.is fylgjast vel með starfseminni hjá klúbbnum.

 

/Smári

Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið