Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sturla Birgisson matreiðslumeistari landaði þrjátíu punda laxi

Birting:

þann

Vatnsdalsá í Austur Húnavatnssýslu - Sturla Birgisson matreiðslumeistari

Þrjátíu punda laxi var landað í dag í Vatnsdalsá í AusturHúnavatnssýslu af Sturlu Birgissyni matreiðslumeistara, en fiskurinn er heilir 112 cm að lengd og mun vera sá stærsti sem veiddur hefur verið þetta sumarið. Laxinn kom á í Hnausastreng í ánni.

Þetta er algert skrímsli,

segir Sturla í samtali við mbl.is og hlær.

Það tók 45 mínútur að koma honum á land og hann tók nánast alla undirlínuna út.

Laxinn beit að hans sögn á Sunray flugu. Sturla var einn þegar laxinn beit á og fann hann strax að um stóran fisk var að ræða.

Síðan tekur hann bara roku niður allan strenginn. Ég var með bremsuna nánast í botni og hann tók það allt út. Hikaði ekki við það. Síðan sá ég hann stökkva og þá hringdi ég í gædana sem komu brunandi og hjálpuðu við að koma honum á land,

segir Sturla sem starfar sem matreiðslumeistari hjá veitingaþjónustu ISS.

Vatnsdalsá í Austur Húnavatnssýslu - Sturla Birgisson matreiðslumeistari

Vatnsdalsá í Austur Húnavatnssýslu - Sturla Birgisson matreiðslumeistari

Vatnsdalsá í Austur Húnavatnssýslu - Sturla Birgisson matreiðslumeistari

Vatnsdalsá í Austur Húnavatnssýslu - Sturla Birgisson matreiðslumeistari

Myndir: Sturla Birgisson

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið