Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sturla Birgisson matreiðslumeistari landaði þrjátíu punda laxi
Þrjátíu punda laxi var landað í dag í Vatnsdalsá í AusturHúnavatnssýslu af Sturlu Birgissyni matreiðslumeistara, en fiskurinn er heilir 112 cm að lengd og mun vera sá stærsti sem veiddur hefur verið þetta sumarið. Laxinn kom á í Hnausastreng í ánni.
Þetta er algert skrímsli,
segir Sturla í samtali við mbl.is og hlær.
Það tók 45 mínútur að koma honum á land og hann tók nánast alla undirlínuna út.
Laxinn beit að hans sögn á Sunray flugu. Sturla var einn þegar laxinn beit á og fann hann strax að um stóran fisk var að ræða.
Síðan tekur hann bara roku niður allan strenginn. Ég var með bremsuna nánast í botni og hann tók það allt út. Hikaði ekki við það. Síðan sá ég hann stökkva og þá hringdi ég í gædana sem komu brunandi og hjálpuðu við að koma honum á land,
segir Sturla sem starfar sem matreiðslumeistari hjá veitingaþjónustu ISS.
Myndir: Sturla Birgisson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur