Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sturla Birgisson matreiðslumeistari landaði þrjátíu punda laxi
Þrjátíu punda laxi var landað í dag í Vatnsdalsá í AusturHúnavatnssýslu af Sturlu Birgissyni matreiðslumeistara, en fiskurinn er heilir 112 cm að lengd og mun vera sá stærsti sem veiddur hefur verið þetta sumarið. Laxinn kom á í Hnausastreng í ánni.
Þetta er algert skrímsli,
segir Sturla í samtali við mbl.is og hlær.
Það tók 45 mínútur að koma honum á land og hann tók nánast alla undirlínuna út.
Laxinn beit að hans sögn á Sunray flugu. Sturla var einn þegar laxinn beit á og fann hann strax að um stóran fisk var að ræða.
Síðan tekur hann bara roku niður allan strenginn. Ég var með bremsuna nánast í botni og hann tók það allt út. Hikaði ekki við það. Síðan sá ég hann stökkva og þá hringdi ég í gædana sem komu brunandi og hjálpuðu við að koma honum á land,
segir Sturla sem starfar sem matreiðslumeistari hjá veitingaþjónustu ISS.
Myndir: Sturla Birgisson
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or9 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or4 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir