Freisting
Stjörnukokkur rekinn fyrir að mæla með kattakássu
Ítalski stjörnukokkurinn Beppe Bigazzi hefur verið rekinn af sjónvarpsstöðinni RAI eftir að hann bauð, að eigin sögn, upp á gríðarlega girnilega uppskrift að kattakássu í ítalska matarþættinum La Prova del Cuoco, sem er ítalska útgáfan af Einn,tveir og elda sem kannski einhverjir muna eftir hér á landi.
The Times greinir frá því að öll skiptiborð sjónvarpsstöðvarinnar hafi gjörsamlega logað þar sem reiðir hlustendur, kattavinir og dýraverndunarsamtök hringdu inn með kvartanir sínar.
Bigazzi sagði að kattapottrétturinn væri frægur réttur í sínu heimahéraði og sagði ketti vera sérlegt hnossgæti.
Mun betri en önnur dýr, sagði hinn 77 ára Bigazzi í þættinum og sagði kettina skáka kjúklingum, kanínum og dúfum.
Hann sagði að til að ná sem bestu bragði úr kjötinu þyrfti að láta það liggja í lindarvatni í þrjá daga.
Heilbrigðisráðherra Ítalíu sagðist aldrei hafa heyrt annað eins, að sjónvarpsmaður færi í almenningssjónvarp og segði fólki frá hversu gómsætir kettir væru.
Greint frá á Dv.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics