Freisting
Sterkasti bjór í heimi á markað: 32 % kjarnorkumörgæs sem sendir bjórþyrsta í annan heim
|
|
Skosk bruggsmiðja ætlar að bjóða öllum lögmálum bjóráhugamanna byrginn með því að setjá á markað bjór sem inniheldur 32 prósent alkóhól.
Þetta er sterkasti bjór sem framleiddur hefur verið, en sá sterkasti var 18,2 prósent og var framleiddur af sömu bruggverksmiðju, en þetta kemur frá á vefnum Pressan.is
Þetta er einstaklega sterkur bjór. Hans á aðeins að njóta í smáum skömmtum og í andrúmslofti aristókratískrar afslöppunar. Á sama hátt og þú nýtur góðs viskís, Frank Zappa plötu eða heimsóknar frá vinalegum en æstum draugi.
Svona hljóma skilaboðin á aðvörunarmiða bjórsins sem framleiðandinn segir setja ný viðmið í bruggun. Bjórinn heitir því frumlega nafni Tactical Nuclear Penguin sem er kannski lýsandi fyrir bjórinn. Hann er rótsterkur og þeir sem drekka of mikið af honum eiga í raunverulegri hættu á að sjá mörgæsir. Bjórinn verður framleiddur í takmörkuðu upplagi og flaskan er í dýrari kantinum, 30 pund stykkið eða 6 þúsund krónur íslenskar.
Hér að neðan má sjá myndband þar sem framleiðendur bjórsins sýna framleiðsluna.
Greint frá á vef Pressan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






