Freisting
Sterkasti bjór í heimi á markað: 32 % kjarnorkumörgæs sem sendir bjórþyrsta í annan heim
|
Skosk bruggsmiðja ætlar að bjóða öllum lögmálum bjóráhugamanna byrginn með því að setjá á markað bjór sem inniheldur 32 prósent alkóhól.
Þetta er sterkasti bjór sem framleiddur hefur verið, en sá sterkasti var 18,2 prósent og var framleiddur af sömu bruggverksmiðju, en þetta kemur frá á vefnum Pressan.is
Þetta er einstaklega sterkur bjór. Hans á aðeins að njóta í smáum skömmtum og í andrúmslofti aristókratískrar afslöppunar. Á sama hátt og þú nýtur góðs viskís, Frank Zappa plötu eða heimsóknar frá vinalegum en æstum draugi.
Svona hljóma skilaboðin á aðvörunarmiða bjórsins sem framleiðandinn segir setja ný viðmið í bruggun. Bjórinn heitir því frumlega nafni Tactical Nuclear Penguin sem er kannski lýsandi fyrir bjórinn. Hann er rótsterkur og þeir sem drekka of mikið af honum eiga í raunverulegri hættu á að sjá mörgæsir. Bjórinn verður framleiddur í takmörkuðu upplagi og flaskan er í dýrari kantinum, 30 pund stykkið eða 6 þúsund krónur íslenskar.
Hér að neðan má sjá myndband þar sem framleiðendur bjórsins sýna framleiðsluna.
Greint frá á vef Pressan.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics