Frétt
Steinar Bjarki og Þorsteinn voru gestakokkar hjá Hamilton Johnsson
Í síðasta mánuði fór fram Sælkeravika í Washington dagana 12. til 19. ágúst og voru um 100 veitingastaðir sem tóku þátt í hátíðinni . Þriggja rétta máltíð kostaði 22 dollara á mann í hádeginu og á kvöldin 35 dollara.
Íslandsvinurinn Hamilton Johnsson var með Norrænt þema á Ameríska veitingastaðnum Honeysuckle.
Hamilton hefur komið þrisvar til Íslands á vegum matarhátíðina Food & Fun og einnig tekið tvisvar þátt í Food & Fun í Finnlandi. Hamilton kemur frá Inman, Suður Karólínu, en hann útskrifaðist frá Johnson and Wales University í Charleston. Eftir útskrift fór Hamilton að vinna með matreiðslumeistaranum Frank Lee sem varð mikill áhrifavaldur á matreiðslu Hamilton.
Hamilton flutti til Wasington árið 2008, en þar fór hann að starfa hjá Jeffrey Buben á veitingarstaðnum hans Vidalia og þaðan lá leiðin hans til Honeysuckle.
Vídeó
Hamilton notar töluvert af íslensku hráefni, hugmyndum í réttina hjá sér. Hann er mjög hrifinn af bleikju og þorski og einnig er skyr næstum eingöngu þar sem það á við. Seytt rúgbrauð “icelandic rye bread – Thunderbread” er t.d. fast á matseðli hjá Honeysuckle.
Hamilton fékk til liðs við sig tvo íslenska matreiðslumenn í tengslum við Sælkeravikuna, en það voru þeir Steinar Bjarki Magnússon og Þorsteinn Halldór Þorsteinsson.
Food & Fun og Sigurður L. Hall, betur þekktur sem Siggi Hall, sáu um framkvæmdarhlið Íslandsdagana.
„Íslenska vikan á Honeysuckle heppnaðist afar vel og var fullt alla daga, bæði hádegi og kvöld. Afgreitt var skyr, bleikja, þorskur, brennivín, rúgbrauð ofl íslenskt fyrir uþb 350 manns á dag.“
Sagði Siggi í samtali við veitingageirinn.is
Steinar Bjarki hefur starfað til fjölda ára hjá fiskversluninni Hafið og sagði starfi sínu lausu mánaðarmótin júlí/ágúst og er nú á milli starfa.
Þorsteinn er nýútskrifaður sem matreiðslumaður en hann lærði fræðin sín á VOX á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Bróðir Þorsteins er bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson hjá Bouchon Bakery í Kúveit sem er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller.
Aðspurður um hvernig þetta hefði komið til svaraði Steinar:
„Við [Hamilton og Steinar] erum vinir og rætt þetta lengi. Ég hætti hjá Hafinu nú fyrir stuttu og í kjölfarið var ákveðið að ráðast í þetta spennandi verkefni. Algjörlega ósponsað og á okkar eigin vegum.“
Steinar og Þorsteinn buðu upp á glæsilegan matseðil eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
Íslenski matseðillinn í heild sinni:
Heimasíða Honeysuckle: www.honeysuckledc.com
Myndir og vídeó: aðsent

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars