Vertu memm

Veitingarýni

Steikhúsið kom skemmtilega á óvart

Birting:

þann

Þegar við vorum á Koparnum í maí, þá ákváðum við að næsti staður sem við myndum heimsækja í júni yrði Steikhúsið í Tryggvagötu og nú var komið að deginum.

Vel var tekið á móti okkur og vísað á borð, boðnir matseðlar sem við skoðuðum og sötruðum á sódavatninu sem kom fljótt á borðið, svo kom einn eigandinn og við sömdum við hann x tölu og hann réði matseðlinum og var það ákvörðun sem við áttum ekki að sjá eftir.

Staðurinn er temmilega stúkaður af svo hann virkar minni heldur enn hann er, sem er góður kostur. Manni leið vel, eiginlega strax og inn var komið.

Vínseðillinn á spjaldtölvum

Eyjólfur Gestur Ingólfsson yfirmatreiðslumaður Steikhússins

En nú var komið að aðaldæmi kvöldsins, sem að sjálfsögðu var maturinn og var hann eftirfarandi:

Fyrst er það brauðið, en það var heimabakað og með hreinu þeyttu smjöri Ilmandi volgt með ekta íslensku smjeri, klassi

Fyrst er það brauðið, en það var heimabakað og með hreinu þeyttu smjöri
Ilmandi volgt með ekta íslensku smjeri, klassi

1. réttur Confit elduð bleikjurúlla, í kínverskri pönnuköku á guacamole með vorlauk og agúrku Mildur og góður réttur, fín byrjun á kvöldinu

1. réttur
Confit elduð bleikjurúlla, í kínverskri pönnuköku á guacamole með vorlauk og agúrku
Mildur og góður réttur, fín byrjun á kvöldinu

3. réttur Vorrúllur með léttreyktum svartfugli og döðlurelish, fuglinn soðinn í Black death bjór, paprikusultu, japanskt mayonnaise og salthnetur Skemmtileg útfærsla á fuglinum og tónaði bragðið á honum bara prýðilega upp á mót hinu bragðinu

3. réttur
Vorrúllur með léttreyktum svartfugli og döðlurelish, fuglinn soðinn í Black death bjór, paprikusultu, japanskt mayonnaise og salthnetur
Skemmtileg útfærsla á fuglinum og tónaði bragðið á honum bara prýðilega upp á mót hinu bragðinu

4. réttur Hrefnu „Tataki“, með tamarind jalapeno sósu, chilli marmelaði, snakk, salthnetur og klettasalat Alveg svakalega góður réttur, sá besti hrefnuréttur sem við höfum smakkað

4. réttur
Hrefnu „Tataki“, með tamarind jalapeno sósu, chilli marmelaði, snakk, salthnetur og klettasalat
Alveg svakalega góður réttur, sá besti hrefnuréttur sem við höfum smakkað

5. réttur Kjúklinga dumplings með chilli Aioli, melónusalsa og cítrussoja Góð brögð, chillí-ið reif smá en ekki truflandi og sítrusin kom vel á móti

5. réttur
Kjúklinga dumplings með chilli Aioli, melónusalsa og cítrussoja
Góð brögð, chillí-ið reif smá en ekki truflandi og sítrusin kom vel á móti

6. réttur Humarkúlur ( hvítlauksristaður humar, appelsínubechamel, velt upp úr raspi og djúpsteikt ) á engifer pesto og appelsínusósa Góður réttur, saknaði aðeins humarbragðsins, en að öðru leiti cool

6. réttur
Humarkúlur ( hvítlauksristaður humar, appelsínubechamel, velt upp úr raspi og djúpsteikt ) á engifer pesto og appelsínusósa
Góður réttur, saknaði aðeins humarbragðsins, en að öðru leiti cool

7. réttur Grilluð Langa með saffrankrydduðu blómkáli, heimalöguðu remúlaði og sætkartöflu frönskum Mjög bragðgóður réttur, heimalagaða remúlaðið með karrýkeim kom vel út, smart að bera kartöflurnar fram í svona smágrind

7. réttur
Grilluð Langa með saffrankrydduðu blómkáli, heimalöguðu remúlaði og sætkartöflu frönskum
Mjög bragðgóður réttur, heimalagaða remúlaðið með karrýkeim kom vel út, smart að bera kartöflurnar fram í svona smágrind

9. réttur Frosin skyrterta, jarðaberja í piparsírópi og jarðaberjamarenges. Frískandi réttur,jarðaberin góð.

9. réttur
Frosin skyrterta, jarðaberja í piparsírópi og jarðaberjamarenges.
Frískandi réttur,jarðaberin góð.

10. réttur Lakkrískonfekt ostakaka með passion sósu og súkkulaðikurli Þetta er sá allrabesti lakkrísréttur sem við höfum smakkað, algjört æði

10. réttur
Lakkrískonfekt ostakaka með passion sósu og súkkulaðikurli
Þetta er sá allrabesti lakkrísréttur sem við höfum smakkað, algjört æði

11. réttur Súkkulaði og karamellukaka kryddbrauð, vanilluís grillaður banani og karamellusósa Þungur réttur í sætari kantinum, svona gúmmulaðiréttur

11. réttur
Súkkulaði og karamellukaka kryddbrauð, vanilluís grillaður banani og karamellusósa
Þungur réttur í sætari kantinum, svona gúmmulaðiréttur

Á þessu stigi vorum við orðnir mettir og þá kom Níels með vínseðillinn og sýndi okkur, en hann er í spjaldtölvu sem gefur áður ómögulega stýringu á seðlinum, þar sem prentkostnaður er frá og möguleiki að setja inn vín í takmörkuðu upplagi, og svo þegar víntegund er búin þá er því bara eytt út í tölvunni og annað sett inn í staðinn.

Annað er að það er opið eldhúsið og við sáum þá að vinnu og vil ég sérstaklega minnast á hvað hann Eyjólfur var fagmannlegur og notaði töngina óspart en ekki óhreint viskustykki eins og hefur verið landlægt í bransanum.

Svo verð ég að minnast aðeins á salernið á staðnum, því það er eitt það flottasta sem ég hef séð, flísað í hólf og gólf, lítið gamalt útvarpstæki sem var stillt á gufuna og er ég kom inn var verið að kynna lagið „July morning“ með Uriah Heep, hlustaði ég á lagið til enda, á meðan leit ég í kring og sá blaðagrind með blöðum, litlum bókum og svo var toppurinn að sápan var í Jack Daniels whisky flösku, já það er sko hugsað fyrir smáatriðunum á þessum bæ.

Þessi kvöldstund kom svo sannarlega á óvart og hafi þeir bestu þakkir fyrir. Það verður stutt þar til ég mæti aftur.

Auglýsingapláss

Myndir: Sigurður Einarsson

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið