Veitingarýni
Steikhúsið kom skemmtilega á óvart
Þegar við vorum á Koparnum í maí, þá ákváðum við að næsti staður sem við myndum heimsækja í júni yrði Steikhúsið í Tryggvagötu og nú var komið að deginum.
Vel var tekið á móti okkur og vísað á borð, boðnir matseðlar sem við skoðuðum og sötruðum á sódavatninu sem kom fljótt á borðið, svo kom einn eigandinn og við sömdum við hann x tölu og hann réði matseðlinum og var það ákvörðun sem við áttum ekki að sjá eftir.
Staðurinn er temmilega stúkaður af svo hann virkar minni heldur enn hann er, sem er góður kostur. Manni leið vel, eiginlega strax og inn var komið.
En nú var komið að aðaldæmi kvöldsins, sem að sjálfsögðu var maturinn og var hann eftirfarandi:
Á þessu stigi vorum við orðnir mettir og þá kom Níels með vínseðillinn og sýndi okkur, en hann er í spjaldtölvu sem gefur áður ómögulega stýringu á seðlinum, þar sem prentkostnaður er frá og möguleiki að setja inn vín í takmörkuðu upplagi, og svo þegar víntegund er búin þá er því bara eytt út í tölvunni og annað sett inn í staðinn.
Annað er að það er opið eldhúsið og við sáum þá að vinnu og vil ég sérstaklega minnast á hvað hann Eyjólfur var fagmannlegur og notaði töngina óspart en ekki óhreint viskustykki eins og hefur verið landlægt í bransanum.
Svo verð ég að minnast aðeins á salernið á staðnum, því það er eitt það flottasta sem ég hef séð, flísað í hólf og gólf, lítið gamalt útvarpstæki sem var stillt á gufuna og er ég kom inn var verið að kynna lagið „July morning“ með Uriah Heep, hlustaði ég á lagið til enda, á meðan leit ég í kring og sá blaðagrind með blöðum, litlum bókum og svo var toppurinn að sápan var í Jack Daniels whisky flösku, já það er sko hugsað fyrir smáatriðunum á þessum bæ.
Þessi kvöldstund kom svo sannarlega á óvart og hafi þeir bestu þakkir fyrir. Það verður stutt þar til ég mæti aftur.
Myndir: Sigurður Einarsson
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka