Smári Valtýr Sæbjörnsson
Steikhúsið fær viðurkenningu frá tímaritinu Wine Spectator
Tímaritið Wine Spectator veitir á hverju ári viðurkenningar til veitingastaða sem leggja sig fram um að bjóða gott úrval af vínum. Þar er lagt mat á það hversu vel saman settur vínlistinn er og hvernig úrvalið falli að matseðli staðarins. Þessi viðurkenning hefur reyndar hlotið smá gagnrýni undanfarin ár, því veitingarstaðirnir þurfa sjálfir að tilkynna þátttöku, senda inn vín- og matseðla og borga fyrir þátttökuna.
Fyrir nokkrum árum tók blaðamaður nokkur sig til og skráði inn veitingastað sem ekki var til í alvörunni og fékk viðurkenningu fyrir vínlista sem var uppspuni frá rótum, að því er fram kemur á vínsíðu Eiríks Orra.
Fyrir nokkrum árum hlaut Fjalakötturinn viðurkenningu fyrir vínlistann sinn og í ár er annar íslenskur staður á listanum – Steikhúsið við Tryggvagötu. Steikhúsið fær viðurkenninguna Award of Excellence, sem er lægsta þrepið og veitt fyrir vel valinn vínlista sem hæfir matseðli bæði hvað snertir verð og stíl, þetta og meira til er hægt að lesa á vinsidan.com með því að smella hér.
Mynd: Sigurður Einarsson
/Smári
Þið þekkið þetta, merkið Instagram myndirnar með hashtaginu #veitingageirinn og leyfið okkur að fylgjast með.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?