Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stefna á að verða einn af bestu gastro-kokteilbörum heims með einungis staðbundið hráefni
![Ráðhústorgið í Umeå í Sviðþjóð](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2021/03/umea-svithjod-1024x768.jpg)
Ráðhústorgið í Umeå.
Í bænum Umeå búa nú tæplega 90 þúsund manns.
Verslunarmiðstöðin Utopia er hér til hægri á myndinni.
Sænskt áfengi, staðbundið hráefni og gamlar aðferðir verða samsetningin á nýjum bar sem ber heitið Facit Bar og verður staðsettur í verslunarmiðstöðinni Utopia í miðbæ Umeå í Svíþjóð.
Það er enginn annar en Emil Åreng sem verður yfirbarþjónn, en hann hefur til að mynda verið útnefndur besti barþjónn Skandinavíu, starfað á vinsælustu börum landsins, t.d. Open/Closed í Umeå og Cadierbarenal í Stokkhólmi.
Með honum í rekstri er Jörgen Engdahl, sem þegar rekur veitingastaðina Hunger and Thirst og Harlequin í Umeå.
„Við viljum búa til fyrsta kokteilbarinn með aðeins sænsku hráefni. Sænska brennivínið er ákaflega sterkt og sænskum eimingavörum verður gert hátt undir höfði.“
segir Emil Åreng í samtali við sænska fréttavefinn Besöksliv og bætir við:
„Við munum vinna árstíðabundið og eins framleitt á staðnum og mögulegt er. Við munum ekki standa og mixa saman myntu í janúar heldur vinna með súrum gúrkum.
Við förum inn á geymsluaðferðir til að varðveita hráefni sem ekki vaxa allt árið um kring. Við viljum draga fram bragð og drykki sem fólk hefur ekki prófað áður. Ég mun ekki fela mig undir stól, heldur viljum við búa til einn besta bar heims.“
Matseðillinn verður byggður út frá drykkjunum en ekki öfugt, segir Jörgen Engdahl.
„Við höfum þraukað í gegnum árið“, segir Jörgen aðspurður um hvernig núverandi veitingastaðir hafa haft áhrif á kreppuna.
„Í Harlequin höfum við þegar opnað útihúsið, sem er tveimur og hálfum mánuði fyrr en venjulega. Við höfum þraukað í gegnum árið og breytt um stefnu nokkrum sinnum til að aðlagast. Við erum ótrúlega stolt af því að okkur hefur tekist að halda öllu starfsfólkinu.“
Mynd: Wikimedia Commons. Höfundur myndar er Bernt Nilsen. Birt undir CC BY-SA 3.0-leyfi.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni22 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín