Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stefna á að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar
Gísli Björnsson áformar ásamt félögum sínum, þeim Jóni Ágústi Hreinssyni og Viktori Má Kristjánssyni, að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar.
Gísli segir í samtali við mbl.is að þeir félagar hafi lengi unnið saman, séu vanir veitingamenn og rekstraraðilar á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík. Beðið er eftir að hefja framkvæmdir við veitingahúsið þegar deiliskipulagið liggur fyrir, en bærinn seldi húsið á síðasta ári og er nú verið að kynna nýtt deiliskipulag sem leyfir breytta notkun þess.
„Við ætlum að bjóða upp á mat og drykk með ítölsku ívafi með áherslu á aperitivostemninguna sem hefur svo lengi verið í hávegum höfð á Ítalíu. Boðið verður upp á ýmsa smárétti, eldbakaðar pítsur, tartinesamlokur og ýmislegt fleira spennandi. Markmiðið er að gera notalegan stað sem allir aldurshópar geta notið sín frá klukkan 9-23,“
segir Gísli að lokum við mbl.is.
Mynd: seltjarnarnes.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti