Keppni
Stefán Hrafn keppti í undankeppni World Chocolate Masters – Myndir frá keppninni
Stefán Hrafn Sigfússon bakari hjá Mosfellsbakarí var fulltrúi Íslands í undankeppni World Chocolate Masters sem fram fór bæði í gær og í dag í Valby í Kaupmannahöfn í Danmörku, en keppt er um að komast í aðalkeppnina sem haldin er í París í Frakklandi næstkomandi haust.
Sigurvegari undankeppninni var Tor Stubbe frá Danmörku og kemur hann til með að vera fulltrúi Skandinavíu í aðalkeppninni í haust. Tor Stubbe átti besta konfektmolann, heildarhugmyndina af súkkulaði „take away“ og köku dagsins, en besta sýningarstykkið átti Eero Paulamäki.
Til gamans má geta að Ásgeir Sandholt lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters árið 2011 og var einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.
Stefán Hrafn stóð sig mjög vel og var landi og þjóð til sóma. Hér er um að ræða gríðalega erfiða keppni, en fyrri daginn þar hver keppandi að útbúa konfektmola (Praline), köku dagsins og heildarhugmynd af súkkulaði „take away“ og seinni daginn er gert sýningarstykki úr Cacao Barry súkkulaði sem á að vera að lágmarki 1 metri á hæð. Stefán notaði náttúru sem þema í sýningarstykkið. Ívar Unnsteinsson og Karl Viggó Vigfússon frá Garra fylgdu Stefáni eftir keppninni til halds og traust.
Ísland átti einn dómara í keppninni en það var súkkulaði Callebaut sendiherra Íslendinga Hafliði Ragnarsson bakari og eigandi Mosfellsbakarí.
Myndir: Ívar Unnsteinsson / Garri og worldchocolatemasters.com
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana