Freisting
Stefán Cosser fær Silfur

Einn af þeim atburðum sem hátt bar á heimsþingi World Association of Chefs’ Societies var World Junior Chefs Callenge 2006.
En áhersla á þinginu var á síst á menntun og uppfræðslu, kemur þetta vel fram í sýn WACS. Þannig hefur hver stafur orðsins CHEFS verið skilgreindur til þess að lýsa þessari sýn. C = cuisine eða eldhús, H = hospitality eða gestrisni, E = education eða menntun, F = food eða matur og S = service to others eða þjónusta við aðra. World Junior Chefs Callenge er kennd við Hans Bueschkens og var hún haldin í Auckland University of Technology. Í keppninni undirbjó hver keppandi þriggja rétta málsverð fyrir sex manns.
Árangur okkar manns, Stefáns Cosser, verður að teljast góður en hann vann til silfurverðlauna. Medalíurnar eru fyrir eftir farandi stig:
-
90-99 stig = gull
-
80-89 stig = silfur
-
70-79 stig bronz
-
Fyrir neðan 70 stig = ekkert
5 fengu gull (portúgal, wales, suður afríka, singapúr og ástralía).
6 fengu silfur
5 brons
1 með ekkert.
Þannig að Stefán er er einhversstaðar á milli 6-11 sæti.
Jafnframt var Stefán valinn úr hópi keppenda til að halda þakkarræður fyrir þeirra hönd í lok keppninar. Til að undirbúa og æfa ræðuna voru tvær klukkustundir. Í stuttu máli þá var gerður góður rómur að kynningu hans og óskaði heimsforsetinn honum til hamingju og hafði orð á að hér væri kominn góður aðili í framtíðarstjórn WASCS.
Sjá fleiri myndir hér (Power point-skjal)
Sjá einnig fleira tengd efni hér
Greint frá á heimasíðu Hótel og Matvælaskólans
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





