Markaðurinn
Starfsmenn Sandholts bakarí sópuðu að sér verðlaunum í keppninni Ísgerðarmeistari 2015

F.v. Vigdís My Diem, Ásgeir Sandholt Arnar Ragnarsson og Eggert Jónsson einn af skipuleggjendum keppninnar
Keppnin Ísgerðarmeistari 2015 var haldin á Stóreldhússýningunni 2015 í Laugardalshöll dagana 29.- 30. október s.l.
Þátttaka í keppninni fór framúr okkar björtustu vonum og tóku 18 ísar þátt. Þátttakendur komu frá öllum áttum í veitingageiranum meðal annars ísbúðum, veitingastöðum og bakaríum. Þetta er fyrsta sinn sem keppnin er haldin en alls ekki síðasta sinn, en keppnisfyrirkomulagið var að ísinn átti að innihalda hráefni frá ísgerðarfyrirtækinu Fabbri.
Greinilega mikill metnaður og áhugi fyrir ísgerð á Íslandi. Við hlökkum til að fylgjast með þróuninni í ísgerðarlistinni á næstu árum.
Dómarar voru Jón Rúnar Arilíusson konditor, Garðar Kári Garðarson meðlimur í kokkalandsliðinu og Margrét Erla Maack fjölhæfileikakona.
Vinningsísarnir komu allir frá bakaríinu Sandholt en þeir voru eftirfarandi:
Í þriðja sæti var ís Vigdísar My Diem Vo en hún var með Lycheé hindberja pop sorbet, sem dómarar voru jafnframt sammála um að væri frumlegasti ísinn.
Í öðru sæti var ís Arnars Ragnarssonar með Pretzel-ís með malti og hnetusmjör.
Ísgerðarmeistari 2015 er Ásgeir Sandholt. Ís hans var Skyrís með vanillu, bakaðri frosinni mús, karamellusósu og exotic sósu með sellerí og yuzu og dolci crumble.
Myndir: Ísam Horeca
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir







