Vertu memm

Starfsmannavelta

Starfslið Snaps hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra

Birting:

þann

Snaps bistro bar

Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra, að því er fram kemur á visir.is.

Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um mánaðamótin. Síðasta laugardag gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og hafa ekki snúið aftur til starfa.

Að sögn fyrrverandi starfsmanna snýr óánægjan meðal annars að launakjörum, undirmönnun, lakri gæðastjórnun og alvarlegum samskiptavanda sem hafi allt komið til í kjölfar stjórnendaskiptanna. Enginn í hópnum hyggst vinna uppsagnarfrest sinn og hafa margir nú þegar ráðið sig í önnur störf.

Segir allt í góðu á Snaps

Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, vildi lítið kannast við uppsagnirnar þegar fréttastofa visir.is leitaði eftir viðbrögðum.

Stemmir það að þjónar hafi gengið út hjá þér á laugardaginn?

„Nei, þetta er bara innanhúsmál sem við erum að fást við. Það er bara þannig, það er bara allt í góðu hér.“

En þú kannast samt sem áður við þetta?

„Ég kannast bara við að það eru ákveðin … það er ekkert í gangi sko, ekkert til að setja í fréttir allavega.“

Þegar Þórir er spurður nánar út í það hvað átti sér stað á laugardag ítrekar hann að það sé einkamál.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á visir.is hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið