Starfsmannavelta
Starfslið Snaps hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra
Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra, að því er fram kemur á visir.is.
Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um mánaðamótin. Síðasta laugardag gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og hafa ekki snúið aftur til starfa.
Að sögn fyrrverandi starfsmanna snýr óánægjan meðal annars að launakjörum, undirmönnun, lakri gæðastjórnun og alvarlegum samskiptavanda sem hafi allt komið til í kjölfar stjórnendaskiptanna. Enginn í hópnum hyggst vinna uppsagnarfrest sinn og hafa margir nú þegar ráðið sig í önnur störf.
Segir allt í góðu á Snaps
Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, vildi lítið kannast við uppsagnirnar þegar fréttastofa visir.is leitaði eftir viðbrögðum.
Stemmir það að þjónar hafi gengið út hjá þér á laugardaginn?
„Nei, þetta er bara innanhúsmál sem við erum að fást við. Það er bara þannig, það er bara allt í góðu hér.“
En þú kannast samt sem áður við þetta?
„Ég kannast bara við að það eru ákveðin … það er ekkert í gangi sko, ekkert til að setja í fréttir allavega.“
Þegar Þórir er spurður nánar út í það hvað átti sér stað á laugardag ítrekar hann að það sé einkamál.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á visir.is hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins






