Smári Valtýr Sæbjörnsson
Starfsfólk á veitingastöðum hótað ef það hyggst leita aðstoðar stéttarfélags
Því miður er nokkuð algengt að starfsfólk á svæði Verkalýðsfélags Vestfjarða sem ráðið er til starfa í ferðaþjónustu og á veitingastöðum sé boðin vinna á „Jafnaðarkaupi“ og er það oftast ungt fólk sem er boðið slík laun. Jafnaðarkaup er ekki til samkvæmt kjarasamningum og því óheimilt að semja um slíkt við starfsfólk.
Ekkert virðist skorta á hugmyndarflug hvað er sett inn í jafnaðarkaupið. Hafa sumir ferðaþjónustuaðilar gengið svo langt að reikna fæði, húsnæði og önnur hlunnindi eða jafnvel orlof starfsmanna inn í jafnaðarkaupið, að því er fram kemur á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Í sumum tilfellum er haft í hótunum við starfsfólk ef það hyggst leita aðstoðar stéttarfélags. Algengasta hótunin er uppsögn eða að haldið verði eftir af launum ef starfsfólk sættir sig ekki við þau kjör sem að þeim er rétt. Því miður er algengt að áhersla sé lögð á að halda stéttarfélagi utan við launamál og aðbúnað starfsmanna þegar kemur að ráðnigu. Því miður koma alltof mörg svona mál inn á borð hjá stéttarfélögum á hverju sumri og fer starfsfólk Verk Vest ekki varhluta af því.
Sem betur fer eru það helst „svörtu sauðirnir“ sem haga málum með þeim hætti sem hér hefur verið lýst og koma óorði á þau fyrirtæki í ferða- og veitingaþjónustu sem eru með þessi mál í lagi.
Greint frá á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Mynd: úr safni
![]()
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028






