Frétt
Stærsta veisla í heimi hefst 21. mars næstkomandi – Íslensk veitingahús taka þátt í veislunni

Argentíski kokkurinn Mauro Colagreco frá franska 3 Michelin veitingastaðnum Mirazur tekur þátt í Good France veislunni.Þátttaka í veislunni hefur vaxið jafnt og þétt og í fyrra buðu 3.500 veitingahús í 152 löndum matseðla undir merkjum hennar.
Alþjóðlega veislan „Goût de / Good France“ verður haldin í fimmta skipti daginn eftir vorjafndægur, 21. mars næstkomandi.
Matseðlarnir í boði verða undir áhrifum frá Provencehéraði í Frakklandi sem skartar bæði skíðasvæðum í Alpafjöllum, sólarströndum við Miðjarðarhaf og öllu þar á milli.
Þátttaka í veislunni hefur vaxið jafnt og þétt og í fyrra buðu 3.500 veitingahús í 152 löndum matseðla undir merkjum hennar, að því er fram kemur fréttatilkynningu frá Franska sendiráðinu.
Íslensku veitingahúsin, sem taka þátt í veislunni að þessu sinni, eru AALTO Bistro, The Lobsterhouse og Le Bistro, öll í Reykjavík, og í fyrsta skipti nær veislan út fyrir Reykjavík því Múlaberg bistro & bar á Akureyri hefur nú slegist í hópinn.
Frönsk matgerðarlist er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og það sem hefur jafnan einkennt hana er virðing fyrir hráefnunum og umhverfinu, að neyta þess sem fæst á næstu grösum, samneyti, gleði og lífsnautn. Og í veisluréttunum er kappkostað að stilla fitu-, sykur- og saltnotkun í hóf.
Mynd frá facebook síðu Good France

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni