Vertu memm

Frétt

Stærsta veisla í heimi hefst 21. mars næstkomandi – Íslensk veitingahús taka þátt í veislunni

Birting:

þann

Mauro Colagreco

Argentíski kokkurinn Mauro Colagreco frá franska 3 Michelin veitingastaðnum Mirazur tekur þátt í Good France veislunni.Þátttaka í veislunni hefur vaxið jafnt og þétt og í fyrra buðu 3.500 veitingahús í 152 löndum matseðla undir merkjum hennar.

Alþjóðlega veislan „Goût de / Good France“ verður haldin í fimmta skipti daginn eftir vorjafndægur, 21. mars næstkomandi.

Matseðlarnir í boði verða undir áhrifum frá Provencehéraði í Frakklandi sem skartar bæði skíðasvæðum í Alpafjöllum, sólarströndum við Miðjarðarhaf og öllu þar á milli.

Þátttaka í veislunni hefur vaxið jafnt og þétt og í fyrra buðu 3.500 veitingahús í 152 löndum matseðla undir merkjum hennar, að því er fram kemur fréttatilkynningu frá Franska sendiráðinu.

Íslensku veitingahúsin, sem taka þátt í veislunni að þessu sinni, eru AALTO Bistro, The Lobsterhouse og Le Bistro, öll í Reykjavík, og í fyrsta skipti nær veislan út fyrir Reykjavík því Múlaberg bistro & bar á Akureyri hefur nú slegist í hópinn.

Frönsk matgerðarlist er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og það sem hefur jafnan einkennt hana er virðing fyrir hráefnunum og umhverfinu, að neyta þess sem fæst á næstu grösum, samneyti, gleði og lífsnautn. Og í veisluréttunum er kappkostað að stilla fitu-, sykur- og saltnotkun í hóf.

Mynd frá facebook síðu Good France

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið