Markaðurinn
Sproud kynnir súkkulaðimjólk og fleiri staðir velja Sproud sem valkostinn við valkostinn
Um helgina verður nýjasta afurð sænska fyrirtækisins Sproud fáanleg í fyrsta sinn á Íslandi en það er súkkulaðimjólkin frá Sproud – Sproud Choklad.
Eins og aðrar vörur frá Sproud er þessi vottuð af Sugarwise sem þýðir að þetta er sykurminnsti valmöguleikinn í þessum flokki. Að auki er Sproud prótínrík og hefur minnsta kolefnisfótsporið af öllum jurtamjólkum. Það er því engin tilviljun að kaffihús eins og Kaffihús Vesturbæjar, Kaktus, Kaffi Óle og fleiri velja Sproud sem valkost fyrir sína viðskiptavini.
Eins og venjulega þegar kemur að vörunýjungum þá er það Melabúðin sem ríður á vaðið með að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Sproud Choklad. Þar með er öll vörulínan frá Sproud fáanleg í Melabúðinni en það er Unsweetened, Vanilla, Barista og Iced Coffee Original í 250 ml umbúðum. Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt!
Fyrir kaffihús og veitingastaði mælum við sérstaklega með Sproud Choklad í til dæmis heitt kakó en það er auðvelt að nota mjólkurflóarann til þess að hita upp súkkulaðimjólkina og bera fram með rjóma, vegan rjóma fyrir þau sem vilja hafa drykkinn 100% vegan.
Við mælum sérstaklega með að bjóða upp á Sproud sem valkost fyrir þau sem vilja ekki haframjólk því Sproud er án algengra ofnæmisvalda, laktósa og glútenfrí.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar10 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







