Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sprenglærður andsk… í faginu og meistari í báðum

Birting:

þann

Jóhann Issi Hallgrímsson og Magnús Ingi

Jóhann Issi Hallgrímsson og Magnús Ingi

Issi kokkur, eða Jóhann Issi Hallgrímsson eins og hann var skírður, grillar heila lambaskrokka á hátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík um sjómannahelgina og hefur gert síðastliðin þrjú ár.

Issi starfar núna sem sölumaður hjá ÓJ og K , Sælkeradreifingu, en hann er lærður bæði sem framreiðslu-, og matreiðslumeistari.  Hann lærði fræðin sín á Hótel loftleiðum og á Aski, útskrifaðist árið 1995 sem framreiðslumaður og sem matreiðslumaður árið 2006 og meistari árið 2010.

Issi hefur starfað á hótel loftleiðum, Veitingahúsinu við Bláa lónið, Hótel Northern light inn, Norrænu og á hinum ýmsum fiskiskipum, en hann var t.a.m. starfsmaður mánaðarins á Hótel Loftleiðum, en það var Jón Páll framreiðslumaður sem átti veg og vanda af því vali.

Finnst dapurlegt hvað framreiðslumaðurinn er lítils metinn, og eftir fund hjá Matvís með Framreiðslumönnum átti að fara spýta í lófana og stofna m.a. félag Framreiðslumeistara og senda fundargerð ofl.  Er ennþá að bíða, kannski bara léleg tenging eða internetið liggur niðri, en fundurinn var 1. okt. s.l.

, sagði Issi hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað honum finnst um fagið í dag.

Kostar pening og tíma að halda svona heljarinnar partý

Þetta er í 3ja skiptið sem ég held þessa veislu og alltaf um sjómannahelgina, Kaldi Bruggsmiðjan hefur alltaf aðstoðað mig ásamt öðrum birgjum.  Það kostar pening og tíma að halda svona heljarinnar partý og mæting hefur verið misjöfn, sem hefur valdið vonbrigðum, og var mér þá bent á að hafa aðgangseyri, en ég er ekki tilbúinn að fara græða á þessu  (nema ánægjuna) því ætla ég að leggja til á næsta ári verður aðskotabaukur til staðar og gestir geta látið gott af sér leiða sem mun renna óskipt til einhverrar sjómannafjölskydu sem þarf á aðstoð að halda.

Hugmyndina hef ég frá góðum vini frá Vestmannaeyjum, Ósvaldi eða Obba einsog hann er kallaður, að hafa svaklegt partý með mat og drykk opið svið með söngkerfi og allir sem kunna eitthvað fyrir sér í tónlist, geta skemmt sér og öðrum.

Ég hlakka sérstaklega til næsta partýs því þetta er að fá umfjöllun.  Og vil ég þakka öllum sem hafa gefið til þessa verkefnis og vona að það verði áframhald á því.

Hér að neðan er hægt að horfa á viðtal við Issa á sjónvarpsstöðinni INNTV þegar Magnús Ingi var í matarleit á Reykjanesinu á hátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík:

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið