Viðtöl, örfréttir & frumraun
Spennandi jólavillibráðamatseðill á Fiskmarkaðinum – Þetta hafa meistarar hússins að segja um vín-, og matseðilinn
Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins hófst nú í vikunni þar sem boðið er upp á 6 rétta smakkseðil og eru réttirnir bornir fram á mitt borðið til að deila.
Virkilega spennandi matseðill sem er sambræðingur af villibráð og jólamat, sem er á þessa leið:
Smakk: Villipaté
Maki: Hreindýra og humar “surf & turf”
Sashimi: Villtur lax “new style”
Fugl: Önd og gæs
Kjöt: Krónhjörtur “steak”
Eftirréttur: Úrvalsplatti af eftirréttum
Við fengum fagmenn hússins til að segja aðeins meira frá matseðlinum og hvaða vín verður parað með hverjum rétti.
Þetta hafa þeir Kirill Ter-Martirosov yfirmreiðslumaður og Styrmir Bjarki Smárason yfirframreiðslumaður að segja um matseðilinn:
Villipaté
- Kirill: Villibráðar paté með heimalagaðri bláberjasultu á toppnum og súrdeigskexi frá Bakaríinu okkar Nýja kökuhúsið.
- Styrmir: Með þessu höfum við valið Bláberja líkjörin frá okkar topp mönnum hjá Reykjavík distillery. Íslensk bláber bæði í glasi og á diski.
Hreindýra og humar “surf & turf”
- Krill: Surf ‘n’ Turf maki rúlla með íslensku hreindýri og andalifur, hörpuskel og masago. Inní rúllunni sjálfri erum við svo með humar.
- Styrmir: Glóbus menn eru með frábæran Trocken Riesling frá Bassermann-Jordan staðsett í Pfalz í Þýskalandi steinliggur með sushi.
Villtur lax “new style”
- Kirill: Létt grafinn villi lax frá Hellu með grænum chili ásamt yuzu sesam dressingu og stökkum salatblöðum sem eru ræktuð í Reykjavík.
- Styrmir: Spy Valley Sauvignon blanc frá Marlborough í Nýja Sjálandi varð þarna fyrir valinu. Æðislegt vín með þægilegan sítrus keim sem tónar vel við fiskinn.
Önd og gæs
- Kirill: Villiönd og gæs borið fram með kanil eplamauki, kremuðum fennel og djúpsteiktu gæsalæri. Með gæsinni er trönuberja gljái og ofaná öndinni erum við með heslihnetu snjó.
- Styrmir: Sama vín og er með Krónhirtinum, þ.e. Corte Giara Amarone frá Valpolicella í Ítalíu. Kirsuberja og pipar tónar fyrir steikina og umhellt með forréttunum til að leyfa víninu aðeins að njóta sín áður en það er afgreitt.
Krónhjörtur “steak”
- Kirill: Krónhjörtur með karamellaðri kartöflumús og rauðkáli. Ofaná steikinni höfum við sett gráðostasmjör og villisveppa gljáa.
- Styrmir: Corte Giara Amarone frá Valpolicella í Ítalíu. Kirsuberja og pipar tónar fyrir steikina og umhellt með forréttunum til að leyfa víninu aðeins að njóta sín áður en það er afgreitt.
Úrvalsplatti af eftirréttum
- Kirill: Eftirétta blanda. Red Velvet Creme brulée, signature eftirrétturinn okkar. Hvítsúkkulaði ostakakan og svo Pralín búðingurinn með pistasíu hnetum.
- Styrmir: Þarna veljum við mjög svipað vín en samt ekki. Við tökum Recioto frá Corte Giara til að klára seðilinn.
Fyrir áhugasama, þá er um að gera að skella sér á heimasíðuna: www.fiskmarkadurinn.is fyrir nánari upplýsingar.
Myndir: facebook / Fiskmarkaðurinn / Björn Árnason
Myndir af Kirill og Styrmi / úr einkasafni
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tilvalin jólagjöf fyrir fagmenn og ástríðukokka