Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sono Matseljur opnar í Norræna húsinu
Sono Matseljur, í samstarfi við Matr, hefur opnað í Norræna húsinu. Sono Matseljur verður opið fyrst um sinn á kvöldin um helgar. Kaffihúsið Matr er opið frá klukkan 12 til 16 frá þriðjudag til föstudags og býður upp á gómsæta rétti í hádeginu og sér um þjónustu við ýmsa viðburði í húsinu og yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.
Sjá einnig:
Sono Matseljur er í eigu þeirra Hildigunnar Einarsdóttur og Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur.
Sono verður í svipaðri mynd og síðasta sumar á Flateyrarvagninum og aftur á Götumarkaðnum fyrir nokkrum vikum síðan.
Sjá einnig:
Sono Matseljur “pop up” verða á Götumarkaðnum næstu tvær helgar
Sérstök mjúk opnun er í kvöld föstudaginn 5. mars og opið fyrir almenning alla helgina og verður svo opið næstu helgar frá föstudegi til sunnudags, frá kl. 17:30 – 22:00.
„Ef vel gengur er von okkar sú að fá að vera áfram. Þá verður skoðað að hafa fleiri opnunartíma,“
segir Sigurlaug Knudsen í samtali við veitingageirinn.is
Hildigunnur og Sigurlaug bjóða upp á heilnæman grænkeramat þar sem nær allt er gert frá grunni.
Matseðill helgarinnar 5. til 7. mars 2021
Myndir: facebook / Sono Matseljur
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti









