Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sono Matseljur opnar í Norræna húsinu
Sono Matseljur, í samstarfi við Matr, hefur opnað í Norræna húsinu. Sono Matseljur verður opið fyrst um sinn á kvöldin um helgar. Kaffihúsið Matr er opið frá klukkan 12 til 16 frá þriðjudag til föstudags og býður upp á gómsæta rétti í hádeginu og sér um þjónustu við ýmsa viðburði í húsinu og yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.
Sjá einnig:
Sono Matseljur er í eigu þeirra Hildigunnar Einarsdóttur og Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur.
Sono verður í svipaðri mynd og síðasta sumar á Flateyrarvagninum og aftur á Götumarkaðnum fyrir nokkrum vikum síðan.
Sjá einnig:
Sono Matseljur “pop up” verða á Götumarkaðnum næstu tvær helgar
Sérstök mjúk opnun er í kvöld föstudaginn 5. mars og opið fyrir almenning alla helgina og verður svo opið næstu helgar frá föstudegi til sunnudags, frá kl. 17:30 – 22:00.
„Ef vel gengur er von okkar sú að fá að vera áfram. Þá verður skoðað að hafa fleiri opnunartíma,“
segir Sigurlaug Knudsen í samtali við veitingageirinn.is
Hildigunnur og Sigurlaug bjóða upp á heilnæman grænkeramat þar sem nær allt er gert frá grunni.
Matseðill helgarinnar 5. til 7. mars 2021
Myndir: facebook / Sono Matseljur

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu