Frétt
Sölubann er á rjúpum – Veiðidagar rjúpu verða fimmtán talsins í ár
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðidagar rjúpu verði fimmtán talsins í ár 2018, sem skiptast á fimm helgar frá 26. október. Með þessu er ráðherra að fjölga veiðidögum frá í fyrra.
Ráðlögð heildaveiði er um 67.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna undanfarin ár eru það um 10 rjúpur á hvern veiðimann. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum.
Meginstefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær, sem og annarra auðlinda. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu. Til að vinna að sjálbærri veiðistjórnun eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og síðan rekið stjórnkerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálfbær nýting. Rjúpastofninn stendur betur nú en undanfarin ár. Því er talið ásættanlegt að rýmka þann tíma sem hægt að stunda veiðar. Það getur jafnframt orðið til þess að minnka álag á veiðislóð.
Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018 er eftirfarandi:
- Heildarveiði árið 2018 miðast við 67.000 rjúpur sbr. mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli stofnsins.
- Sölubann er á rjúpum. Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Með sölu er átt við hvers konar afhendingu gegn endurgjaldi. Umhverfisstofnun er falið að fylgja því eftir.
- Hófsemi skal vera í fyrirrúmi. Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar. Umhverfisstofnun verður falið að hvetja til hófsemi í veiðum.
- Veiðiverndarsvæði verður áfram á SV-landi líkt og undanfarin ár.
- Veiðidagar eru 15 og skiptast á fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags og hefst veiði síðustu helgina í október sem hér segir:
- Föstudaginn 26. október til sunnudags 28. október, þrír dagar.
- Föstudaginn 2. nóvember til sunnudags 4. nóvember, þrír dagar.
- Föstudaginn 9. nóvember til sunnudags 11. nóvember, þrír dagar.
- Föstudaginn 16. nóvember til sunnudags 18. nóvember, þrír dagar.
- Föstudaginn 23. nóvember til sunnudags 25. nóvember, þrír dagar.
6. Fyrirsjáanleiki. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun, til samræmis við ákvæði laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, fela Umhverfisstofnun að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands að hefja vinnu við gerð tillögu um fyrirkomulag rjúpnaveiða sem taki gildi frá og með haustinu 2019. Um það hafi stofnunin samstarf við Samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar og eftir atvikum aðra aðila, en í nefndinni sitja fulltrúar Skotvís, Fuglaverndar, Bændasamtakanna og Náttúrustofa, auk fyrrgreindra stofnana. Sú tillaga liggi fyrir í febrúar nk, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðherra.
Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um náttúru landsins.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit