Frétt
Söguleg stund: Síðustu kaffibaunirnar brenndar á Akureyri
Kaffibrennslu í húsnæði Nýju kaffibrennslunnar á Akureyri er nú lokið eftir nærri heila öld af starfsemi. Síðasti skammturinn af kaffibaunum hefur verið brenndur og þar með lauk yfir 90 ára sögu kaffibrennslu í bænum.
Íbúar Akureyrar hafa löngum vanist anganinni sem lagðist yfir hverfið frá Tryggvabrautinni, þar sem kaffibaunir fyrir vinsælar vörur eins og Braga-kaffi og Rúbín-kaffi hafa verið brenndar síðan árið 1957.
Saga kaffibrennslu á Akureyri nær þó enn lengra aftur. Kaffibrennsla Stefáns Árnasonar hóf starfsemi í miðbænum árið 1931 og hefur síðan gengið í gegnum samruna og eigendaskipti. Í dag er starfsemin rekin undir merkjum Kaffitárs.
Sjá einnig: Nýja Kaffibrennslan kaupir Kaffitár
Þrátt fyrir að kaffi hafi verið brennt á Akureyri allar götur síðan, er nú fyrirhugað að flytja brennsluofninn til Njarðvíkur, þar sem framleiðslan mun halda áfram.
Hægt er að sjá innslag um lok kaffibrennslunnar í fréttum RÚV.
Mynd: kbr.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






