Frétt
Söguleg stund: Síðustu kaffibaunirnar brenndar á Akureyri
Kaffibrennslu í húsnæði Nýju kaffibrennslunnar á Akureyri er nú lokið eftir nærri heila öld af starfsemi. Síðasti skammturinn af kaffibaunum hefur verið brenndur og þar með lauk yfir 90 ára sögu kaffibrennslu í bænum.
Íbúar Akureyrar hafa löngum vanist anganinni sem lagðist yfir hverfið frá Tryggvabrautinni, þar sem kaffibaunir fyrir vinsælar vörur eins og Braga-kaffi og Rúbín-kaffi hafa verið brenndar síðan árið 1957.
Saga kaffibrennslu á Akureyri nær þó enn lengra aftur. Kaffibrennsla Stefáns Árnasonar hóf starfsemi í miðbænum árið 1931 og hefur síðan gengið í gegnum samruna og eigendaskipti. Í dag er starfsemin rekin undir merkjum Kaffitárs.
Sjá einnig: Nýja Kaffibrennslan kaupir Kaffitár
Þrátt fyrir að kaffi hafi verið brennt á Akureyri allar götur síðan, er nú fyrirhugað að flytja brennsluofninn til Njarðvíkur, þar sem framleiðslan mun halda áfram.
Hægt er að sjá innslag um lok kaffibrennslunnar í fréttum RÚV.
Mynd: kbr.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






