Frétt
Söguleg stund: Síðustu kaffibaunirnar brenndar á Akureyri
Kaffibrennslu í húsnæði Nýju kaffibrennslunnar á Akureyri er nú lokið eftir nærri heila öld af starfsemi. Síðasti skammturinn af kaffibaunum hefur verið brenndur og þar með lauk yfir 90 ára sögu kaffibrennslu í bænum.
Íbúar Akureyrar hafa löngum vanist anganinni sem lagðist yfir hverfið frá Tryggvabrautinni, þar sem kaffibaunir fyrir vinsælar vörur eins og Braga-kaffi og Rúbín-kaffi hafa verið brenndar síðan árið 1957.
Saga kaffibrennslu á Akureyri nær þó enn lengra aftur. Kaffibrennsla Stefáns Árnasonar hóf starfsemi í miðbænum árið 1931 og hefur síðan gengið í gegnum samruna og eigendaskipti. Í dag er starfsemin rekin undir merkjum Kaffitárs.
Sjá einnig: Nýja Kaffibrennslan kaupir Kaffitár
Þrátt fyrir að kaffi hafi verið brennt á Akureyri allar götur síðan, er nú fyrirhugað að flytja brennsluofninn til Njarðvíkur, þar sem framleiðslan mun halda áfram.
Hægt er að sjá innslag um lok kaffibrennslunnar í fréttum RÚV.
Mynd: kbr.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






