KM
Söguleg stund á þorrafundi Klúbbs Matreiðslumeistara
Ib Wessman, Bragi Ingason og Hörður Héðinsson
Þorrafundur Klúbbs Matreiðslumeistara hófst í nýju eldhúsi hjá Múlakaffi veisluréttir sem hefur sett á laggirnar í húsnæði við hliðina á Múlakaffi að baka til. Boðið var upp á pinnamat og til að skola því niður, á svæðinu var sonur óbyggðanna hinn eini sanni þorrakóngur Jóhannes G Stefánsson og bíspertur að vanda.
Kl 19°° var öllum hóað í bíla og ekið að ferjulaginu fyrir Viðeyjarferjuna, siglt yfir í eyju og um áttaleitið var fundur settur. Fyrst voru venjuleg fundarstörf, en svo kom að sögulegri stund þegar 27 nýir meðlimir voru teknir inn þar af 26 að norðan en þeir mynda Akureyrardeild KM.
Svo skemmtilega vildi til að báðir heiðursfélagar KM þeir Ib Wessman og Bragi Ingason voru á staðnum við þessi sögulegu tímamót en þeir tveir eru báðir ásamt Kristjáni Sæmundssyni sem einnig var hluti af þeim níu sem stofnuðu KM 1972 og að sjálfsögðu leiddi Ib Wessman þann hóp.
Síðan var snæddur þorramatur a´la Múlakaffi og gerðu menn honum góð skil enda ekki von á öðru þegar kóngurinn og hans fólk á hlut að máli.
Síðan sögðu þrír heldri menn frá ferli sínum í faginu en það voru þeir Ib Wessman, Bragi Ingason og Úlfar Eysteinsson sem var gestur KM þetta kvöldið.
Í lokin fengu gestir kvöldsins þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir frá Landnámssetrinu í Borgarnesi sviðið og sögðu okkur frá hvernig þau leiddust inn í veitingageirann og um uppbyggingu þeirra í Borgarnesi og var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlýða á þau
Fundi slitið.
Mættir voru um 40 meðlimir.
Smellið á eftirfarandi vefslóð til að skoða myndir frá fundinum og eru þetta tvö myndasöfn, þ.e. Múlakaffi og Viðey.
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Food & fun1 dagur síðan
Þrír barþjónar keppa til úrslita í kokteilkeppni Food & Fun