Food & fun
Snapchat Veitingageirans á Food & fun í Finnlandi – Vídeó
Í dag hófst Food & Fun hátíðin í Turku í Finnlandi og stendur yfir til sunnudaginn 9. október. Íslensku keppendurnir á hátíðinni hafa yfirtekið Snapchat Veitingageirans og gera góð skil á hátíðinni.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Í gær sýndi Árni Gunnarsson framreiðslumeistari kokteilkeppnina sem haldin var á Finnbar en Árni er gestabarþjónn á The Cow. Í dag er bakarinn og konditormeistarinn Axel Þorsteinsson sem er með snappið en hann og félagi hans Orri Arnórs bakari sjá um að töfra fram eftirrétti á veitingastaðnum Gaggui Kaffela. Núna seinni partinn í dag og á morgun 6. október verður Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari með snappið og sýnir Snapchat vinum Veitingageirans hvernig lífið er á bakvið tjöldin á veitingastaðnum E. Ekblom.
Sjá einnig: Íslenskir keppendur á matarhátíðinni Food & Fun í Finnlandi
Því næst tekur Leó Ólafsson barþjónn við snappinu 7. október og sýnir frá veitingastaðnum Tiirikkala þar sem hann er gestabarþjónn . Leó er einn af okkar metnaðarfullu barþjónum á Íslandi og hefur tekið þátt í fjölmörgum keppnum, keppt í heimsmeistaramóti barþjóna og unnið til verðlauna í hinum ýmsum kokteilkeppnum.
Laugardaginn 8. október þá mun Ólöf Rún Sigurðardóttir gera góð skil á barþjónakeppninni sem haldin verður á veitingastaðnum The Cow og klukkan 19 á staðartíma verður úrslitin kynnt hver hreppir titilinn Food & Fun kokkur 2016 í Finnlandi.
Íslensku dómararnir í Finnlandi eru Siggi Hall, Þormóður Guðbjartsson og Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistarar ásamt Liisa Niemi frá Finnlandi.
Vídeó
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Leó Ólafsson á veitingastaðnum Tiirikkala:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/foodandfunturku/videos/1113305365390409/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“0″]
Add: Veitingageirinn
Sem sagt nóg um að vera á Snapchat veitingageirans á næstu dögum. Fylgist vel með og addið: Veitingageirinn á Snapchat.
Myndir: skjáskot úr snapchati veitingageirans
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt1 dagur síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni13 klukkustundir síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó








