Bocuse d´Or
Snædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
Snædís Xyza verður næsti keppandi íslands í Bocuse d´Or Europe sem fram fer í Marseille 15. – 16. mars 2026.
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Fröken Reykjavík á Hótel Sögu í Reykjavík. Hún ólst upp á Dalvík og hefur unnið víða í matargerð. Hún er virkur liðsmaður í Íslenska kokkalandsliðinu, bæði sem fyrirliði árið 2020 þegar liðið hlaut þriðja sætið á Ólympíuleikum IKA í Stuttgart, og sem þjálfari liðsins 2023–2025, þar sem það vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum IKA árið 2024.

Sigurður Helgason, Marlís Jóna Karlsdóttir aðstoðarmaður Snædísar, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir og Viktor Örn Andrésson
Ferill Snædísar í eldhúsinu er glæsilegur en hún hóf ferilinn á Sushi Social, Apótekinu og Hótel Sögu þar sem hún útskrifaðist árið 2018. Hún var yfirmatreiðslumaður á Silfru hjá ION Hótel og stýrði eldhúsinu þar auk þess að taka við þjálfun Kokkalandsliðsins.
„Mér líst vel á þetta verkefni. Þetta verður krefjandi en það er draumur allra keppniskokka að fara í Bocuse d´Or,“
segir Snædís en tækifærið að fara kom óvænt upp eftir að Hinrik Örn Lárusson þurfti að segja sig frá verkefninu.
„Þetta kom óvænt upp. Ég var þjálfari kokkalandsliðsins og er búinn að segja upp störfum þar. Það er ekkert annað sem kemst að. Þetta er verkefni sem þarf að setja allan fókus á.
Marseille er í mars og stuttur fyrirvari en ég er með 100 prósent traust á góða þjálfara og við ætlum að fara af fullum krafti í verkefnið, enda stefnum við á lokakeppnina í Lyon 2027.“
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa






