Freisting
Snæddi íslenskan fjallaref

Það er ekki á hverjum degi sem villtur íslenskur fjallarefur er snæddur á Íslandi enda seint talinn hefðbundinn íslenskur heimilismatur.
Súgfirðingurinn og veiðimaðurinn Jón Vigfús Guðjónsson tók sig til og eldaði refapottrétt um jólin en það hefur blundað lengi í honum að prófa að borða alvöru villtan íslenskan ref. Ég bað vin minn Vigni Stefánsson að hafa mig í huga næst þegar hann felldi ref því mig langaði til að smakka hann. En það tók smá tíma að sannfæra hann um að ég væri ekki að grínast. En svo hringdi hann í mig þegar hann hafði fellt ref í Skagafirði og ég skellti mér strax á staðinn og verkaði refinn sem var á fyrsta ári og virkaði heldur rýr að sjá.
Mér fannst ég vera að flá hund svo ég frysti kvikyndið í 10 daga til að safna í mig meiri kjarki til að snæða hann. En svo rann upp góður dagur og ég tálgaði kjötið af ganglimum refsins sem var ekki mikið þegar upp var staðið, segir Jón Vigfús við bloggvef Suðureyrar.
Refurinn var steiktur á pönnu og smakkaðist vel að sögn Jóns. Fyrsti bitinn fór frekar hægt upp í munninn því ég vissi ekkert hverju ég átti von á. En viti menn, bragðið minnti einna helst á kindagúllas. Þetta kom mér verulega á óvart og það er óhætt að mæla með íslenska refnum á matarboðið sem kreppusteik, segir Jón á Suðureyrarvefnum.
Jón segist vel vera til í að borða fleiri refi í framtíðinni séu þeir verkaðir strax. Ef ég myndi bjóða gestum í refasteik, þá þyrfti ég eitt kvikyndi á mann en það fer eftir meðlætinu að sjálfsögðu, sagði Jón við Súgfirðingavefinn en er þar varpað fram þeirri spurningu hvort íslenski refurinn skyldi vera næsta villibráðin sem boðið verður uppá á fínustu veitingarhúsum landsins.
Mynd og Texti af Vestfirska vefnum bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille





