Uncategorized
Smith Haut Lafite og Chateau Cantelys smakk.
Stefán Guðjónsson vínspekúlant og ritstjóri Smakkarinn.is hefur sett saman ítarlegan pistil um vínsmakk. Vínin sem voru smökkuð voru nokkrir árgangar af Chateau Smith Haut Lafitte og svo Chateau Cantelys hvítvín sem eru framleidd af sama aðila og Smith-Haut Lafite. Hér að neðan er pistill Stefáns:
Smith Haut Lafite og Chateau Cantelys smakk
Rétt áður en ég fór í sumarfrí fór ég í vínsmakk á vegum vínskólans og Globus. Vínin sem voru smökkuð voru nokkrir árgangar af Chateau Smith Haut Lafitte og svo Chateau Cantelys hvítvín sem eru framleidd af sama aðila og Smith-Haut Lafite. Ég get ekki neitað því að ég hef ekki smakkað Smith-Haut Lafite síðan 1997 og mig hlakkaði til að endurnýja kynni mín við vínið, sérstaklega var gaman að smakka 2005 árgang af Smith-Haut Lafite sem var átappað bara fyrir þetta smakk. Aftur á móti hef ég aldrei smakkað Chateau Cantelys áður og var forvitin um hvers konar vín það skyldi vera.
Svo hvernig bragðast vínin? Í heild mjög vel, rauðvínið var að sjálfsögðu mun betra en hvítvínið, en ég tek skýrt fram að Bordeaux hvítvín hafa aldrei náð til mín. Betri Bordeaux hvítvín geta verið mjög góð, en verðið er oft of dýrt miðað við gæðin að mínu mati.
Hér fyrir neðan eru mínar lýsingar og niðurstöður.
Chateau Cantelys Blanc 2001
Pessac-Leognan, Graves, Bordeaux, Frakkland
Vínþrúgur:
Sauvignon Blanc 50%, Semillon 50%
Verð:
2.390 kr. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni
Umboðsaðili:
Globus
Lýsing:
Eik og epli í nefinu. Þurrt, sýruríkt vín með sítrónu, epla sósu, og eikar bragði. Eftirbragðið var meðal langt og sýruríkt.
Niðurstaða:
Fínlegt vín, fínt sem fordrykkur.
Chateau Smith-Haut Lafite Blanc 2004
Pessac-Leognan, Graves, Bordeaux, Frakkland
Vínþrúgur:
Sauvignon Blanc 90%, Semillon 5%, Sauvignon Gris 5%
Verð:
Fæst ekki á Íslandi.
Umboðsaðili:
Globus
Lýsing:
Peru brjóstsykur og melónur í nefinu. Feitlagið vín með smá ristuðu brauði, perum, rauðum opal brjóstsykri, lime og gras bragði. Meðal langt og grösugt eftirbragð.
Niðurstaða:
Ég hefði aldrei giskað á að þetta vín væri meirihluti Sauvignon Blanc! Eitthvað Sauvignon Blanc já, en ekki 90%, mun þykkara og þyngra vín en ég átti von á.
Chateau Smith-Haut Lafite Rouge 2004
Pessac-Leognan, Graves, Bordeaux, Frakkland
Vínþrúgur:
55% Cabernet Sauvignon, 35% Merlot, 10% Cabernet Franc
Verð:
Fæst ekki á Íslandi
Umboðsaðili:
Globus
Lýsing:
Sólberja sulta, eik, ristað brauð og vanilla í nefinu. Pipar, paprika, tannín, skógarber, eik og kaffi bragð. Langt og tannínríkt eftirbragð.
Niðurstaða:
Frábært vín með frábært jafnvægi, hægt að drekka núna en þess virði að geyma í þó nokkur ár.
Chateau Smith Haut Lafitte Rouge 2001
Pessac-Leognan, Bordeaux, Frakkland
Vínþrúgur:
Cabernet Sauvignon 50%, Merlot 40%, Cabernet Franc 10%
Umboðsaðili:
Globus
Verð:
5.092 kr. Ath. Þarf að sérpanta.
Lýsing:
Vanilla, kanill, brómber og negull í nefinu. Tannínríkt vín með vanillu, kaffi, kanil og brómberja bragði og einnig smá bragði af ristuðu brauði. Eftirbragðið er mjög langt og kryddað.
Niðurstaða:
Það er ekki hægt að safna og græða pening á endursölu á þessu víni, en þetta er ekta vín fyrir vínáhugamenn sem kunna að meta frábært vín á hlægilega lágu verði (sérstaklega miðað við önnur Bordeaux vín).
Þess má geta að þetta var vín mánaðarins í Júní 2006
Chateau Smith Haut Lafitte Rouge 2005
Pessac-Leognan, Bordeaux, Frakkland
Vínþrúgur:
Cabernet Sauvignon 64%, Merlot 30%, Cabernet Franc 5%, Petite Verdot 1%
Umboðsaðili:
Globus
Verð:
Ath. Ekki búið að átappa víninu ennþá.
Lýsing:
Mjög ávaxtaríkt í nefinu með sólberja og brómberja lykt. Gríðarlega stamt vín og tannínríkt með pipar, eik, sólberja, og espresso kaffi bragði. Langt og kraftmikið eftirbragð.
Niðurstaða:
Það fer ekki á milli mála að 2005 verður stórkostlegt, hversu gott það verður kemur ekki í ljós fyrr en eftir 15-20 ár. En fyrir fólk sem hefur ekki þolinmæði til að bíða svo lengi þá er 2001 tilvalin kaup fyrir ykkur.
Þess má geta að Globus er einnig með Smith-Haut Lafite 2003 árgang til sölu á 4.770 kr.
Greint frá á Smakkarinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin