Markaðurinn
SmartCombi nýi ofninn frá HennyPenny !
Nýju SmartCombi ofnarnir frá HennyPenny eru stútfullir af tækninýjungum og standa öðrum tegundum ofna töluvert framar. Þeir eru hraðvirkari, maturinn verður betri og þeir skarta stórlega endurbættri gufutækni.
Gufutækni SmartCombi er þannig útbúin að notandinn hefur miklu betri stjórn á raka og eldunarhita ofnsins. Aðrir kostir SmartCombi eru t.d WaveClean sjálfhreinsibúnaður og auto reverse viftur sem jafna dreifingu hitans enn frekar . Einnig er hægt að fá ofnana með Crosswise Plus eldunarpönnum sem auka afkastagetu þeirra um meira en helming.
Við hjá HennyPenny leggjum okkur fram við að bjóða eingöngu vörur í hæsta gæðaflokki. Þess vegna komum við ekki fram með tækninýjungar í vörum okkar nema þær hafi einhvern tilgang – auki afköst eða einfaldi notkun.
SmartCombi ofninn er gott dæmi um hversu trúföst við erum í því að tryggja að sú tækninýjung sem við kynnum, þjóni þörfum okkar
viðskiptavina segir Rob Connelly frá Henny Penny
HennyPenny er bandarískt fyrirtæki sem hóf framleiðslu á ofnum árið 1957. Síðan þá hafa þeir verið í fararbroddi framleiðenda combi ofna og kynnt margar tækninýjungar til sögunnar.
Með SmartCombi ofnunum hefur fyrirtækið skapað sér sérstöðu á markaðnum og tryggt sér áframhaldandi sess í framlínunni.
Hægt er að fá nýju SmartCombi ofnana í 3 stærðum; 6 skúffu, 10 skúffu og 20 skúffu.
Það er A.Karlsson sem er umboðsaðili HennyPenny á Íslandi.
Allar nánari upplýsingar veitir Einar í síma 5 600 927

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.