Markaðurinn
SmartCombi nýi ofninn frá HennyPenny !
Nýju SmartCombi ofnarnir frá HennyPenny eru stútfullir af tækninýjungum og standa öðrum tegundum ofna töluvert framar. Þeir eru hraðvirkari, maturinn verður betri og þeir skarta stórlega endurbættri gufutækni.
Gufutækni SmartCombi er þannig útbúin að notandinn hefur miklu betri stjórn á raka og eldunarhita ofnsins. Aðrir kostir SmartCombi eru t.d WaveClean sjálfhreinsibúnaður og auto reverse viftur sem jafna dreifingu hitans enn frekar . Einnig er hægt að fá ofnana með Crosswise Plus eldunarpönnum sem auka afkastagetu þeirra um meira en helming.
Við hjá HennyPenny leggjum okkur fram við að bjóða eingöngu vörur í hæsta gæðaflokki. Þess vegna komum við ekki fram með tækninýjungar í vörum okkar nema þær hafi einhvern tilgang – auki afköst eða einfaldi notkun.
SmartCombi ofninn er gott dæmi um hversu trúföst við erum í því að tryggja að sú tækninýjung sem við kynnum, þjóni þörfum okkar
viðskiptavina segir Rob Connelly frá Henny Penny
HennyPenny er bandarískt fyrirtæki sem hóf framleiðslu á ofnum árið 1957. Síðan þá hafa þeir verið í fararbroddi framleiðenda combi ofna og kynnt margar tækninýjungar til sögunnar.
Með SmartCombi ofnunum hefur fyrirtækið skapað sér sérstöðu á markaðnum og tryggt sér áframhaldandi sess í framlínunni.
Hægt er að fá nýju SmartCombi ofnana í 3 stærðum; 6 skúffu, 10 skúffu og 20 skúffu.
Það er A.Karlsson sem er umboðsaðili HennyPenny á Íslandi.
Allar nánari upplýsingar veitir Einar í síma 5 600 927
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla