Frétt
Slysahætta af bjórdósum – Dósin getur bólgnað út og sprungið
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Sigla Humlafley Session IPA bjórdós frá The Brothers Brewery. Dósin getur bólgnað út og sprungið. Framleiðandinn hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu;
Upplýsingar um vöruna
- Vöruheiti: The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 18.08.21
- Strikamerki: Áldós: 5 694230 273195. Kippa: 5 694230 273416. Kassi: 5 694230 273256.
- Nettómagn: 330 mL
- Framleiðandi: The Brothers Brewery ehf., Hvítingavegi 6, 900 Vestmannaeyjar
- Framleiðsluland: Ísland
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
- Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
- Dreifing: Eftirfarandi verslanir ÁTVR/Vínbúðarinnar: Kringlunni, Skeifunni, Heiðrúnu, Dalvegi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Skútuvogi, Stekkjarbakka, Spönginni, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ, Selfossi, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í næstu Vínbúð.
Mynd: aðsend / Mast.is

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun