Frétt
Slysahætta af bjórdósum
Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun ÁTVR á Svartálfi potato porter bjór vegna þess að hætta er á að dósirnar geti bólgnað og sprungið. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað bjórinn úr verslunum sínum.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Svartálfur Potato Porter
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 19.05.2022
- Strikamerki: Á áldós: 5694230411207. Á kassa sem geymir 24 áldósir: 15694230411204
- Nettómagn: 330 mL
- Framleiðandi: Álfur Brugghús ehf., Sandakri 12, 210 Garðabæ
- Framleiðsluland: Ísland
- Fyrirtæki: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Eftirfarandi verslanir ÁTVR/Vínbúðarinnar: Kringlunni, Skeifunni, Heiðrúnu, Dalvegi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Skútuvogi, Stekkjarbakka, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ, Selfossi.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki. Farga eða skila henni til næstu verslun ÁTVR gegn endurgreiðslu.
mynd: mast.is

-
Keppni5 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hefur þú brennandi áhuga á matargerð? Matreiðslumaður óskast – Hótel Reykjavík Saga – Fullt starf
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ný framtíð – ný hæfni: Hótel, veitingastaðir og ferðaskrifstofur við hringborð IÐUNNAR