Vertu memm

Frétt

Slegist um matreiðslumenn

Birting:

þann

Frá verðlaunafhendingu Matreiðslumaður ársins 2012

Frá verðlaunafhendingu Matreiðslumaður ársins 2012

Mikil eftirspurn er eftir matreiðslumönnum og þjónum til starfa hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu.  Hefur eftirspurnin haldist í hendur við fjölgun ferðamanna til landsins en framboð á menntuðu starfsfólki ekki aukist að sama skapi, að því er fram kemur á í Morgunblaðinu í dag.

Vöxturinn í ferðaþjónustunni er það ör að innviðirnir hafa ekki náð að fylgja eftir. Það á við bæði um matreiðslumenn og ekki síður í þjónustustörfum veitingahúsa

, segir Hafliði Halldórsson, formaður Klúbbs matreiðslumeistara, en víða um land er erfitt að manna stöður í veitingarekstri með menntuðu fagfólki.

Þó að ástandið sé betra á höfuðborgarsvæðinu segir Hafliði í Morgunblaðinu í dag, að þar sé einnig „slegist um besta fólkið“.

Mynd: Matthías

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið