Freisting
Skrítnar gulrætur

Skrapp um helgina austur fyrir fjall og sýslaði svolítið og svo lá leiðin til baka á mölina, ákvað að koma við í Kleinukoti sem er við rætur Svínahrauns og fá mér þeirra margfrægu Kjötsúpu og vel var veitt af henni.
Svo fer ég að horfa ofan í súpuna og sé að litur á kjötinu er eins og á saltkjöti, en hún smakkaðist virkilega vel en liturinn á kjötinu angraði mig, þannig að þegar ég er að fara sný ég mér að afgreiðslustúlkunni og spyr hvort það hafi verið saltkjöt í súpunni, hún fer inn í eldhús með spurninguna og kemur eftir smástund með þá skýringu að kjötið hafi legið svo lengi með gulrótum í súpunni og þannig fengið litinn.
Ég þakkaði fyrir, fór út og settist á bekk og horfði út í loftið, það undrandi var ég á svarinu.
Hafið þið fundið þessar Gulrætur einhvers staðar því ég finn þær ekki?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





