Freisting
Skrítnar gulrætur

Skrapp um helgina austur fyrir fjall og sýslaði svolítið og svo lá leiðin til baka á mölina, ákvað að koma við í Kleinukoti sem er við rætur Svínahrauns og fá mér þeirra margfrægu Kjötsúpu og vel var veitt af henni.
Svo fer ég að horfa ofan í súpuna og sé að litur á kjötinu er eins og á saltkjöti, en hún smakkaðist virkilega vel en liturinn á kjötinu angraði mig, þannig að þegar ég er að fara sný ég mér að afgreiðslustúlkunni og spyr hvort það hafi verið saltkjöt í súpunni, hún fer inn í eldhús með spurninguna og kemur eftir smástund með þá skýringu að kjötið hafi legið svo lengi með gulrótum í súpunni og þannig fengið litinn.
Ég þakkaði fyrir, fór út og settist á bekk og horfði út í loftið, það undrandi var ég á svarinu.
Hafið þið fundið þessar Gulrætur einhvers staðar því ég finn þær ekki?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





