Markaðurinn
Skoskt þema á 90 ára afmæli heildsölunnar John Lindsay – Myndir

Kristín María Kjartansdóttir, Ágústa Harðardóttir, Sara Magnúsdóttir og Helga Ragnheiður Ottósdóttir, stjórnarformaður John Lindsay hf.
Síðastliðinn föstudag var haldið upp á 90 ára afmæli heildsölunnar John Lindsay hf. í nýlegu húsnæði fyrirtækisins, að Klettagörðum 23. Um 250 manns, víða úr atvinnulífinu, mættu til að fagna áfanganum með starfsfólki Lindsay og fjölskyldum.
Fyrirtækið heitir eftir Skotanum John Lindsay sem stofnaði umboðsverslunina hér á landi árið 1926, eftir að hafa heillast af landi og þjóð. Hann notfærði sér viðskiptasamböndin á Bretlandi og byrjaði á því að flytja inn vörur sem hann taldi að vantaði á Íslandi, m.a. Thermos hitabrúsana.
Í boðinu var skoskt þema, þjónar klæddust skotapilsum og starfsfólk Lindsay skartaði bindum eða klútum með Lindsay mynstrinu. Þess má geta að Lindsay ættbálkurinn í Skotlandi er með sitt eigið tartan litamynstur sem má m.a. sjá á bindi Stefáns.
John Lindsay hf. hefur verið fjölskyldufyrirtæki í 50 ár, frá því að faðir Stefáns, Guðjón Hólm keypti það ásamt félögum sínum árið 1966. Í dag er það rekið af sonum Guðjóns og fjölskyldum.
Berglind Ósk Loftsdóttir, kokkur, galdraði fram dýrindis smáréttaveislu úr vörum Lindsay, meðal annars TORO púrrulaukshakkbollur, Vestlandslefsu með makríl, TORO Lofoten fiskisúpu með rækjum, Nando’s kjúklingaspjót, Royal búðinga-regnboga og fleira.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr boðinu eftir Spessa:

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri 23 auglýsingastofu og Alexander Svarfdal.

Snorri Stefánsson hdl., börn hans, Bríet Magnea og Styrkár Flóki, og Ragnar Jónasson yfirlögfræðingur hjá Gamma og rithöfundur

Anton Örn Hilmarsson, Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Jóhann Birnir Guðmundsson, Stefán S. Guðjónsson og Alexander Svarfdal Guðmundsson

Bríet Magnea, Styrkár Flóki, Hólmfríður Helga og Helga Björk, barnabörn Stefáns, forstjóra John Lindsay
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir1 dagur síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa

















